Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 71
unni koma fram allmörg atriði, sem
koma heim við áhrifamikiS siSfræSi-
rit á miSöldum: De gradibus humili-
tatis eftir heilagan Bernard frá Clair-
vaux. Mér þykir af ýmsum ástæSum
sennilegt, aS rit þetta hafi haft aS
minnsta kosti óbein áhrif á höfund
Hrafnkels sögu. Nú eru næg rök því
til stuSnings, aS ritiS hafi hlotiS aS
vera til í Þykkvabæjarklaustri, þar
sem Brandur Jónsson var ábóti um
langa hríS. Og ekki má ósennilegt
teljast, aS Brandur hafi hlotiS þar
skólamenntun sína á yngri árum. Þess
má lauslega geta hér, aS fyrsti for-
stöSumaSur þessa klausturs, Þorlák-
ur helgi, var viS nám í París, um þær
mundir sem áhrifa heilags Bernards
gætti þar mikiS.
í riti sínu, sem minnzt var á hér aS
framan, segir Bernard, aS sjálfsþekk-
ing sé skylda manns, því aS hún sé
upphaf spekinnar og leiSi til lítillætis
um leiS og hún tortími ofmetnaSi.
Þorbjörn skortir sj álfsþekkingu, og
því lendir hann á villigötum um sinn.
En Hrafnkels saga er ekki eina ís-
lenzka ritiS, sem vitnar í hiS kristna
spakmæli, aS menn eigi aS þekkja
sjálfan sig. Hér er óþarfi aS minna á,
aS spakmæli þetta mun vera runniS
frá Grikkjum í upphafi, en í kristn-
um ritum frá Agústínusi kirkjuföSur
og til loka miSalda gegnir þaS lykil-
hlutverki í siSfræSinni. FyrirmæliS
er afdráttarlaust í Hugsvinnsmálum,
sem eru íslenzk þýSing á latnesku
SiðjrœSi HrajnUels sögu
spekikvæSi, en þar kemur fyrir þessi
ljóSlína: „Sjálfur kunn þú sjálfan
þig.“ Nú er ýmislegt, sem gæti bent í
þá átt, aS höfundur Hrafnkels sögu
hafi kannazt viS speki þessa kvæSis,
þótt hér sé ekki staSur til aS rekja
slíka hluti. Á þaS má benda til gam-
ans, aS hinn íslenzki þýSandi Hug-
svinnsmála mun hafa þekkt Grógald-
ur, þar sem eftirfarandi ljóSlína er:
„Sjálfur leið þú sjálfan þig.“ Munur-
inn á siSfræSilegu inntaki þessarar
setningar og ummælum Hugsvinns-
mála er svo auSsær, aS óþarfi er aS
geta hans nánar.
AS lokum má minnast þess, aS fyr-
irmæliS um sjálfsþekkingu kemur
fyrir í GySinga sögu: „Sá maður er
ekki kann sjálfan sig,þá þrútnar hann
af ofmetnaSi gegn guSi.“ Um þetta
er tvennt einkar athyglisvert. í fyrsta
lagi var Brandur Jónsson sjálfur þýS-
andi GySinga sögu, og er því ekki
undarlegt, þótt svipuS hugmynd
skjóti upp kollinum í Hrafnkels sögu.
Og í öSru lagi er þaS augljóst, aS
ummæli Bjarna um sjálfsþekkingu
fela í sér óbeina tilvisun til þess, sem
rakiS er í GySinga sögu: Þorbjörn
skortir ekki einungis þekkingu á
sjálfum sér, heldur þjáist hann einn-
ig af ofmetnaSi, er hann ætlar sér þá
dul aS þykjast jafnmenntur Hrafn-
katli.
5
Eftir synjun Bjarna um hjálp leit-
ar Þorbjörn til Sáms sonar hans um
277