Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Síða 77
inn, sem les Hrafnkels sögu, getur ef-
azt um, að Hrafnkell elski sj álfan sig.
Slikt kemur þegar fram í mannlýs-
ingunni, sem vitnað var til hér að
framan. Og þegar Hrafnkell ræðir
við Þorbjörn, örlar á þeirri kristi-
legu hugmynd, að menn eigi að elska
náunga sinn: „Hefir þú verið nábúi
minn langa stund og hefir mér likað
vel til þín, og hvorum til annars.“
Ég hef þegar vikið að ofmetnaði
Þorbjarnar, er hann ber sig saman
við yfirmann sinn, en viðbrögð
Hrafnkels bera einnig vitni um of-
metnað: „Þá þykist þú jafnmenntur
mér, og munum við ekki að því sætt-
ast.“ Hér má minna á Alexanders
sögu til samanburðar: „Þar er og
Superbia, það er drambsemi. Hennar
athöfn er sú að skelkja jafnan að
öðrum, þykjast yfir öllum, vilja eigi
vita sinn jafningja." í fornri islenzkri
hómilíu, sem að öllum líkindum var
samin eða islenzkuð á 12. öld, segir
m. a.: „Fjötur er lagður á þann mann,
er svo er metnaðarfullur, að hann
þykist yfir öllum öðrum. ... Sá fjöt-
ur er svo rammlegur, ef hann er eigi
brotinn með lítillœti, að ekki má til
þess ætla að stíga í himininn með
hann.“ Þeir lesendur Hrafnkels sögu,
sem vilja leggja táknrænan skilning
i meðferðina á Hrafnkatli austur á
Aðalbóli munu hiklaust telja, að með
drambsemi sinni hafði Hrafnkell unn-
ið til þess fjöturs, sem þar er á hann
lagður.
SiSjræði Hrafnkels sögu
Eins og oft ber við í siðfræðilegum
dæmisögum, verður fall hins dramb-
sama manns þeim mun þyngra sem
hann hefur hærra klifið. Hrafnkell
er dæmdur á þingi, og síðar er hann
tekinn höndum á Aðalbóli, pyndaður
og hrakinn smánarlega af jörð sinni
og goðorði. Hrafnkell hlýtur harða
refsingu fyrir ofmetnað sinn og ein-
ræði, en í honum hýr svo mikil vizka
og skilningur á sj álfum sér og öðrum,
að hann á sér uppreistar von. Hann
læknast af þeirri meinsemd, sem olli
mestu um fall hans. Með niðurlæg-
ingu sinni hefur hann afplánað fyrir
afbrot sín og verður annar og betri
maður: „Maðurinn var miklu vin-
sælli en áður. Hafði hann hina sömu
skapsmuni um gagnsemd og risnu, en
miklu var maðurinn nú vinsælli og
gæfari og hægri en fyrr að öllu.“ Um
þenna þátt í ferli Hrafnkels hef ég
ritað nokkuð í riti mínu um söguna,
og er því óþarfi að endurtaka það
hér. Og þar hef ég einnig bent á,
hvernig sekt og refsing leikast á í
sögunni.
9
Skarpasta andstæðan við Hrafnkel
er Eyvindur Bjarnason. Hann kemur
heim til íslands úr langri utanför og
hefur þá framazt suður í Miklagarði.
En mestum ljóma á þenna glæsilega
bóndason varpar þó umhyggja hans
fyrir fátækum frænda sínum, sem
hann hafði gert að skósveini sínum:
283