Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 13
Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvœðum að Völuspá væri ort á bókmentalegum háþroskatíma íslendínga. Eddukvæð- in eru ekki kveðskapur efnalausra og mentunarsnauðra landnámsbænda, held- ur lærðar bókmentir samdar í landi sem hefur alið efnastétt með höfðíngja- metnaði og mentalaungun; í þessum kvæðum er varla til alþýðlegur tónn einsog er í þjóðsögum og munnmælavísum. Ýmsir fræðimenn, údendir sem innlendir, hafa fjallað um þessar bókmentir einsog þeir væru að skilgreina fólklor, þó reyndar hafi þeir orðið að búa sér til nokkurskonar einkalega þjóðsagnafræði sem aungvir aðrir kannast við, til að koma kemníngunni saman og heim. „Dette er gamle dikt med stoff som er kommet hit (til Noregs, eða hvað?) sörfra (þe. frá Þýskalandi)“ skrifar Anne Holtsmark í Kultur- historisk Leksikon, E, Illðja bindi; svigarnir eru iþó mínir. Þvertofaní þann lærdóm að eddukvæðin hafi geymst á vörum alþýðu einsog þjóðkvæði og borist úr einu landi í annað öld eftir öld áður en þau voru „skrifuð upp“, þá held ég, einsog Sigurður Nordal segir í Völuspárskýríngum sínum, að hver maður sem einhvern bókmentasmekk hefur, þurfi ekki flóknar útskýr- íngar til að finna að kvæði einsog Völuspá ber aungvan keim af þjóðkvæði og ekki hægt að fjalla um-hana í sama orði og Þórnaldarþulu, Ach du lieher Augustin og Ólafur reið með björgum fram; eJlegar fyrstu 83 erindi Háva- mála, „lausavísumar“. II Flestum sem rýnt hafa í Hávamál kemur saman um að kvæðið sé sam- sett af ólíkum efniviði og ritstýrt í þeim tilgángi að gera úr því samstætt verk. Kanski var þetta óframkvæmanlegur ásetníngur frá upphafi. Samt varð nú „verkið“ til og stendur eflaust í Codex regius í formi áþekku því sem það hlaut þegar það var skeytt saman. Það liggur nokkumveginn í augum uppi að þegar 83ðja erindi Hávamála sleppir, verða fyrstu greinileg þáttaskil í kvæðinu, og hefst nýr kafli með upphafinu Meyarorðum skyli manngi trúa. Síðan heldur áfram samlitt efni frammað Loddfáfnismálum. Þau samlit efnisatriði sem liggja milli 83ðja og lllta erindis eru fyrst hugleiðíngar um víti sem varast beri í kvennamálum. Þessi „kvennavíti“ eru útmáluð alment í erindmn frá 84—95 en síðan rökstudd séráparti með áþreifanlegum persónulegum dæmum af kvennafari Óðins. Þessi þáttur „verksins“ endar á hrapallegri heimsókn hjá Gunnlöðu, IlOunda erindi. Hvort sem kaflinn um kvennavíti eru slitrur úr einu kvæði eða tveim skeytt- um saman, kanski fleirum, bera þau þess ekki merki að vera fólldor, heldur 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.