Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 13
Nokkrir hnýsilegir staðir í fornkvœðum
að Völuspá væri ort á bókmentalegum háþroskatíma íslendínga. Eddukvæð-
in eru ekki kveðskapur efnalausra og mentunarsnauðra landnámsbænda, held-
ur lærðar bókmentir samdar í landi sem hefur alið efnastétt með höfðíngja-
metnaði og mentalaungun; í þessum kvæðum er varla til alþýðlegur tónn
einsog er í þjóðsögum og munnmælavísum. Ýmsir fræðimenn, údendir sem
innlendir, hafa fjallað um þessar bókmentir einsog þeir væru að skilgreina
fólklor, þó reyndar hafi þeir orðið að búa sér til nokkurskonar einkalega
þjóðsagnafræði sem aungvir aðrir kannast við, til að koma kemníngunni
saman og heim. „Dette er gamle dikt med stoff som er kommet hit (til Noregs,
eða hvað?) sörfra (þe. frá Þýskalandi)“ skrifar Anne Holtsmark í Kultur-
historisk Leksikon, E, Illðja bindi; svigarnir eru iþó mínir. Þvertofaní þann
lærdóm að eddukvæðin hafi geymst á vörum alþýðu einsog þjóðkvæði og
borist úr einu landi í annað öld eftir öld áður en þau voru „skrifuð upp“,
þá held ég, einsog Sigurður Nordal segir í Völuspárskýríngum sínum, að
hver maður sem einhvern bókmentasmekk hefur, þurfi ekki flóknar útskýr-
íngar til að finna að kvæði einsog Völuspá ber aungvan keim af þjóðkvæði og
ekki hægt að fjalla um-hana í sama orði og Þórnaldarþulu, Ach du lieher
Augustin og Ólafur reið með björgum fram; eJlegar fyrstu 83 erindi Háva-
mála, „lausavísumar“.
II
Flestum sem rýnt hafa í Hávamál kemur saman um að kvæðið sé sam-
sett af ólíkum efniviði og ritstýrt í þeim tilgángi að gera úr því samstætt
verk. Kanski var þetta óframkvæmanlegur ásetníngur frá upphafi. Samt varð
nú „verkið“ til og stendur eflaust í Codex regius í formi áþekku því sem það
hlaut þegar það var skeytt saman. Það liggur nokkumveginn í augum uppi
að þegar 83ðja erindi Hávamála sleppir, verða fyrstu greinileg þáttaskil í
kvæðinu, og hefst nýr kafli með upphafinu Meyarorðum skyli manngi trúa.
Síðan heldur áfram samlitt efni frammað Loddfáfnismálum.
Þau samlit efnisatriði sem liggja milli 83ðja og lllta erindis eru fyrst
hugleiðíngar um víti sem varast beri í kvennamálum. Þessi „kvennavíti“
eru útmáluð alment í erindmn frá 84—95 en síðan rökstudd séráparti með
áþreifanlegum persónulegum dæmum af kvennafari Óðins. Þessi þáttur
„verksins“ endar á hrapallegri heimsókn hjá Gunnlöðu, IlOunda erindi.
Hvort sem kaflinn um kvennavíti eru slitrur úr einu kvæði eða tveim skeytt-
um saman, kanski fleirum, bera þau þess ekki merki að vera fólldor, heldur
3