Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar Íslendíngasögur á 13du öld og héldu eftlr 200 ára óslitinn saltarasaung að á íslandi hefðu á heiðnum tíma verið einhverskonar ásatrúarkirkjur, hofin margrómuðu, með tilheyrilegum ásarétttrúnaði og ásakaþólsiku. Var trúin á Völsa kanski ásatrú? Eða vogarskálarnar sem Einar skálaglamm trúði á? Eða þeir sem trúðu því að feður þeirra dæu í Helgafell, voru þeir ásatrúar? — hvað þá heldur þeir sem áttu sér fúlltrúa í steini eða fossi. Megnið af goðakvæðum okkar virðist ort í anda frumvísu íslenskra bókmenta, „Grey þyki mér Freya“, þeim kveðskap einum sem fundinn verður hjá Ara. Ef ég ætti að þreifa mig áfram eftir stund og stað gegnum lausavísnaþátt Hávamála mundi ég fyrst staðnæmast við nokkrar línur um útfarir. Erindi með Ijóðahætti í tveim afbrigðum fjallar um hauglagníngu: byrði betri / berat maður brautu að / en sé manvit mikið. Þessi vísupartur gæti verið ortur á íslandi einsog hvar annarstaðar á norrænu svæði á hauglagníngar- öld. Það var siður á íslandi aungusíður en á Norðurlöndum að heygja gilda menn nær þjóðbraut. Jafnsatt er líka á Norðurlöndum einsog á íslandi að betri byrði en „manvit“ bera menn ekki, hver til síns legstaðar. f öðru er- indi er vikið að hauglagníngu með þessum orðum: Sjaldan hautarsteinar / standa brautu nær / nema reisi niður að nið. Hér er falin endurminníng um sið sem hafður var, einkum í Suðurskandínavíu, laungu fyrir sagnfræði- lega tíð, að reisa mönnum bautasteina. Hinsvegar kemur nafnið á steinum þessum hvergi fyrir nema í íslenskum textum; kynni þó stef þetta í Háva- málum að vera ævagömul minning. Tvisvar er í Hávamálum 1—83 vitnað til brunasiðar sem sjálfsagðrar venju, án þess gefið sé i skyn hvenær eða hvar. Línurnar eru þessar: Blindur er betri / en brendur sé, og Að kveldi skal dag leyfa, konu er hrend er. Eitt er augljóst, báðir þessir vísupartar vísa Vestumoregi og íslandi á bug, með því einginn veit til að á þessum svæðum hafi verið brunaöld til forna. Þó liggur í 'hlutarins eðli að þessi brunaöld hefur verið á norrænu svæði; kynni vísbendíng sú sem erindin gefa að vera forgömul. Brennuöld var í Suðurskandínavíu á eiröld og því forsögulegt fyrirbæri. Kristján Eldjárn getur þess í Kuml og haugfé að líkbrensla á forsögulegum tíma sé ekki með öllu óþekt austanfjalls í Noregi. í plássum þar sem alsiða var að brenna lík hefur „brendur" þýtt sama sem „dauður“. Við höfum núna litla eða aungva hugmynd um trúarskoðanir sem ríktu á eiröld í Skandínavíu, nema eitt er víst, það var ekki „ásatrú“. Sum erindi Hávamála eiga rætur í sóldýrkun og elds. Helluristur skandínavískar úr fomöld vitna að sínu leyti um sóltrú og frjósemisdýrkun þess tíma. í Háva- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.