Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 19
Nokkrir hnýsilegir staSir í fornkvœðum
stúngið í möppur ad calendas græcas þegar búið er að sjónvarpa þeim einu-
sinni. Dróttkvæður skáldskapur miðast umfram alt við minnistækni.
Afturámóti virðist líklegt að kveikjur að ýmsum þeim skáldskap sem eddu-
kvæði mynda hafi flust híngað á kristnum tíma og sum laungu eftir kristni-
töku. Til dæmis fréttist fyrst til Hlöðskviðu í Orkneyum á 12tu öld; hún
gæti sosum vel verið þar upprunnin ef ekki er hægt að sanna að hún sé ort
hér. Það væri að minstakosti síst ótrúlegra en að eitt hið mesta undur ís-
lenskrar ljóðlistar Darraðarljóð skuli vera ort á Skodandi á lltu öld. Völs-
únga íslensk bæði í bundnu máli og óbundnu gæti verið til orðin fyrir
áhrif af niflúngakveðskap þýskum, en um hann eru aungvar minjar til í
Þýskalandi frá þeim tíma sem þj óðverj ar kalla ottónskan og ber upp á svip-
að skeið og söguöld íslands, því síður frá karlúngatíma. Niflúngaljóð hin
þýsku eru einsog fyr var sagt 13du-aldar skáldskapur. Ekkert er vitanlega því
til fyrirstöðu að einhver efni og nöfn sem koma fyrir í völsúngaskáldskap
okkar hafi borist úr Þýskalandi til íslands á 13du öld og þá með svipuðum
hraða og til að mynda Felsenborgarsögurnar bárust híngað úr Þýskalandi
snemma á 19du öld. Þau „goðfræði!eg“ kvæði í eddu þar sem bersýnilega er
verið að narrast að guðunum einsog í kvennafarssögum af Óðni bæði í
Völuspá og Hávamálum, eða þar sem goðin eru flimtuð einsog í Hárbarðs-
ljóðum, Þrymskviðu og Lokasennu og víðar, eru ekki mjög líkleg til að
vera uppsprottin í Noregi né öðrum löndum þar sem trúað var af alhug á
þessa guði. Lýsíngar Íslendíngasagna á ásatrú svo á íslandi sem á Norður-
löndum hneigjast til að taka skakkan pól í hæðina af ósjálfráðum saman-
burði við hið kaþólska kennivald sem hafði stundað hér samræmdan kristinn
áróður með einkarétti í margar kynslóðir. Inntak fomrar vættatrúar í bók-
lausum löndum hér nyrðra hefur verið ókerfað þjóðsagnadót í nokkurskonar
fljótandi formi án fastra púnkta sem hægt væri að styðja fíngri á; enda
aungva hugsun hægt að festa á bók og þarafleiðandi ekki hægt að móta fasta
kenníngu með katekisma og trúarjátníngum. Guðimir hvortheldur þeir voru
æsir, jötnar eða vættir voru aðeins innviðir í þjóðsögnum sem tóku stakka-
skiftum öld framm af öld; guðir gátu meira að segj a breytt um kyn í rás tímans
einsog Njörður sem var dama á tímum Tacitusar en er í Eddu orðin karlguð
eitthvað teingdur sjó — að minstakosti bendlaður við njarðarvött. Veislu-
kvæði eftir vesturislendíng, prentað í íslenskum kanadablöðum kríngum alda-
mótin, hefur hliðstætt dæmi: „hann Venus ei frá okkur víki“. Alment hugará-
stand á ólæsu svæði þar sem lausmótuð þjóðtrú geisar í ímyndunaraflinu er
fræðimönnum nútímans síst auðveldara skilníngs en þeim mönnum sem sömdu
9