Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 47
Aðdragandi frönsku byltingarinnar 1789 þingsins má ráða nokkuð um pólitískar og þj óðfélagslegar hugmyndir hinnar frönsku yfirstéttar stundu fyrir byltinguna. í bænarskrám aðalsins er víð'a mælzt til þess, að ríkinu verði gerð stjóm- arskrá, að stéttaþingið fái atkvæðisrétt um skattaálögur og stjómgæzlan í landinu verði falin á hendur lögstéttaþingum í héraði. í annan stað er krafizt mannhelgi einstaklinga og ritfrelsis blaða og trúfrelsis með nokkrum tak- mörkunum. En Ijóst var af orðalagi og inntaki bænarskránna, að aðallinn ætlaði sér úrslitavald á stéttaþingunum, svo í héraði sem í aUsherjarríkinu. Að því er varðaði jafnrétti í skattamálum eru bænarskrár aðalsins nökkuð sundurleitar, klerkar kröfðust flestir enn sem fyrr sinna gömlu skattfríðinda, hinn veraldlegi aðall vildi víðast hvar halda í skattfrelsi sitt, sums staðar vildu aðalsmenn gera nokkrar ívilnanir, en bæði klerkar og aðall vom á einu máli um að varðveita lénsréttindi sín og lénsálögur, sem hvíldu á bænd- um, og þeir vildu banna sölu embætta og aðalstitla, sem þeim fylgdu. Þeir kröfðust einnig ívilnunar handa aðalbornum mönnum við stöðuveitingar í hernum. Þegar aðallinn hóf uppreisn gegn konungseinveldinu á síðustu ævidögum hins forna stjórnarfars hafði hann oft talað í nafni þjóðarinnar. En þegar hann lagði fram óskir sínar og bænarskrár í kosningum til stétta- þingsins gat enginn gengið þess dulinn, að í reynd rak hann erindi stéttar sinnar, hagsmuna sinna og hleypidóma. Þess var engin von, að þriðja stétt Frakklands gæti hlítt pólitískri fbrustu aðals, sem reyndist þegar í fyrstu lotu bæði þröngsýnn og sérdrægur. Það breytir engu í þessu efni, að einstaka aðalsmenn, jafnvel úr háaðlinum, voru víðsýnni og frjálslyndari en stéttin í 'heild og studdu þriðju stétt í afdrifaríkum málum á fyrsta ferli byltingar- innar. Segja má, að hinni skammvinnu forustu franska aðalsins hafi lokið sama árið og ofsi hans var mestur og sigurgleði — haustið 1788. Parlamentið í París, höfuðvirki embættismannaaðalsins, hafði fram til þessa notið óskiptr- ar hollustu allra þeirra, sem voru að vakna til pólitískrar vitundar á Frakk- landi. Þegar það hvarf aftur til starfa í höfuðborginni var því tekið með kostum og kynjum jafnt af götustrákum sem stórborgurum. En úrskurður parlamentsins um skipan stéttaþingsins, sem fyrr var getið, varð bókstaf- lega banabiti þess. Á einni nóttu var það rúið allri alþýðuhylli. Fram til þessa hafði lítt borið á borgarastéttinni sem sjálfstæðum pólitískum aðila í baráttunni gegn konungseinveldinu. Hún var á þessum mánuðum nánast taglhnýtingur aðalsins, en nú snerist 'hún öndverð gegn parlamentinu og hinum háværa áróðri þess gegn „harðstjórninni“. Hitt var öllu heldur, að 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.