Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 61
Hún
vaka þrárnar, ég skal ekki ónáffa. ÞaS var skrítið aff sjá draug hneigja sig
fyrir silfurhörpu.
Harpan lauk laginu og sneri sér að konunni:
— Sjáðu greinar mínar eru allaufgaðar og svigna af þunga. Ég hýsi fugla-
börn í greinum mínum og úr laufblöðunum drekka þau sön-gva.
— Hvað svo?
— Svo fljúga þau frá mér.
— Þegar þau eru búin að sjúga úr þér þróttinn?
— Ó, ég er harpa, uppspretta, grænt tré. Ég endurnýjast í sífellu um alla
eilífð.
— Þangað er mj ög langt.
— Nei, ekki langt. Einn 'hringur.
— Hvaðan leggur maður af stað? spurði konan.
— Frá takmarkinu auðvitað, svaraði harpan.
— Já, ég skil, og nemur svo staðar við upphafið.
— Já, það má orða það svo. Auðvitað mætti líka orða það öðruvísi,
sagði harpan og hló.
— Rándýrið vill fá að sofa í brjóstinu á mér, sagði konan.
— Rándýrið vill vaka en þú vilt svæfa það.
— Rándýrið hefur hvassar tennur og beittar klær, ég er hrædd.
— Já, þú ert mjög hrædd, þú skelfist sjálfa þig, sagði harpan og gaf frá
sér gulan, hlæjandi tón.
— Ó, nei, ekki þennan tón, sagði konan með angistarhreim.
— Ég skil, hann vekur þrárnar, þessar dimmu þrár, sem óttast sjálfar sig.
— Þú getur eldd vitað þetta, sagði konan og huldi andlitið í hári sínu.
— Ég veit allt, sagði harpan, röddin mjög mild.
— Taktu allt í burtu og skildu mig eftir eina, bað konan.
— Það má ekki.
— Það má enginn neitt, sagði konan.
— Allir allt, sagði harpan og steig fáein dansspor.
Nóttin þrengdi sér að úr öllum áttum, heit og þögul. Náhvelið andaði frá
sér ljótum, þunglamalegum draumi. Það fór hrollur um konuna og hún stóð
kyrr, ráðvillt. Rándýrið teygði fram silkimjúkar hárbeittar klærnar og brosti.
Konan lagðist að fótum þess og lét það éta sig hægt og rólega, miskunnar-
laust. Annars kostar átti hún ekki völ.
Stjörnur og maurildi héldu áfram að dansa eftir hljómfalli þagnarinnar.
Og hindin gekk inn í skógarþykknið til þess að deyja. Óséð af öllum.
51