Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 45
ASdragandi frönsku. byltingarinnar 1789 rásina svo mjög, að hún skilar dagsverki, sem áður tók kannski aldir að vinna. Hin mikla franska bylting 18. aldar er dæmi um slíka innrás þjóðsögunnar í sögulegan viðbuð, sem fram fór fyrir opnum tjöldum og hafði allan heim- inn að ÖLorfanda. Franska byltingin hafði ekki runnið nema stuttan sj>öl af skeiði sínu er leitazt var við að kanna hana og meta sögulega. Það var enski rithöfundur- inn og stjórnmálamaðurinn Edmund Burke, er tók sér þetta fyrir hendur í bók sinni Reflections on the French revolution — Hugleiðingar um frönsku byltinguna. Hún birtist árið 1790, rétt einu ári eftir að stéttaþingið hafði setzt á rökstóla og á þessu eina ári var hún prentuð í ellefu útgáfum og fór á svipstundu sigurför um alla Evrópu. Þessi bók Burkes varð heilög ritning hins evrópska afturhalds og vafasamt, hvort önnur bók þeirra tíma hafi orðið áhrifaríkari í stjórnmálum álfunnar en hún. Burke komst að þeirri niðurstöðu, að þjóðfélagshagir Frakklands, þeir er hvíldu á konunglegu ein- veldi, aðli og kirkju, hefðu alls ekki verið með þeim hætti, að slík bylting, sem hann hafði orðið áhorfandi að, yrði réttlætt. En þegar hann tók að skýra það fyrirbæri, hvernig á því stóð, að byltingin brast á þrátt fyrir allt, lýsti hann henni sem samsæri fámennrar klíku rithöfunda og þeirra, sem Frakkar kölluðu „heimspekinga“, philosophes, er hefðu grafið undan kirkj- unni og gert bandalag við nokkra auðmenn úr horgarastétt, sem voru ólmir í að gera reikningsskil við hinn arfhelga aðal. Þessi samsæriskenning var gripin á lofti af rithöfundum kirkjulegra og veraldlegra franskra aðalsmanna, sem flúðu land og hugleiddu í tómstundum útlegðarinnar þá feiknstafi, er byltingin letraði á hið forna föðurland þeira. Enn í dag nýtur samsæris- kenning Burkes og hinna frönsku aðalbomu útlaga mikillar útbreiðslu meðal þeirra nútímamanna, sem hafa ekki enn tekið hina miklu byltingu í sátt. Borgaralegir sagnfræðingar Frakklands á 19. öld tóku, sem við var að búast, byltinguna allt öðrum tökum. Sjálfir voru þeir heinlínis synir þessarar byltingar og þeir litu hana bæði í bjartara Ijósi og frá hærri sjónarhól en hinn enski eyjarskeggi Edmund Burke, haldinn stríðum pólitískum fordóm- um þeirrar yfirstéttar Englands, sem tekizt hafði að sameina og sætta lands- drottinsveldi og auðmagn verzlunar og stóriðju. Franskir sagnfræðingar, á borð við Jules Michelet, lýstu byltingunni sem skyndilegu eldgosi þar sem öll franska þjóðin hafi risið upp gegn óþolandi harðstjórn einveldisins og ánauð og örhirgð, sem hið gamla stjómarfar hafði á hana lagt. Þessi sögu- skoðun á frönsku byltingunni hefur orðið almennari og lífseigari en sam- særiskenningin, ríkir enn í almennum og alþýðlegum ritum um byltingar- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.