Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
leifar af sömdu verki. Svona kveðskapur getur ekki fremuren ýmis svonefnd
goðakvæði eddu verið ortur af mönnum sem trúðu á Óðin.
Fyrstu 83 erindi Hávamála eru afturámóti safn lausavísna og kenna lífs-
speki, mannasiði, gott siðferði og hyggindi sem í hag koma. Þessar lausa-
vísur eru oft með mismunandi afbrugðníngum og ekki altént auðveit að
segja hvert afbrigðið sé frumvísan; kanski er hún gleymd. Hér eru endur-
tekníngar æ ofan í æ sem títt er í fólklor. Lausavísa eða staka mótast af einni
hugsun og myndar ekki teingsl við það sem kemur á undan eða eftir.
Lausavísur Hávamála bera allar blæ af sama umhverfi. Hér er bændasam-
félag og fiskimanna þar sem bj argálnamenn setja bæarbraginn. Kotbænd-
nr sem eiga aðeins tvær geitur og kofa með árefti úr tágum eru ekki óþekt
fyrirbrigði, ekki heldur beiníngamenn sem verða að biðja sér í mál hvert
matar. Þama hefur búið héldur vænt fólk að leyfa fátækum mönnum að gánga
milli húsa. Vopnaviðskifti eru tíðkuð að einhverju leyti sem réttarfarslegur
varnagli í samfélagskerfinu. í bygðarlögum Hávamála er einhverskonar
lögríki með óskráðum lögum; ríða menn til þíngs og hafa mannamót til að
ráða ráðum sínum í þessu skipulagi bjargálnamanna. Letur virðist helst
notað í töfraskyni; rúnir. Sagnfræði í svo kyrstæðum heimi virðist ekki
brýn, en menn minnast feðra sinna með því að setja þeim stein við þjóð-
braut.
Sé augum rent aftur frá Hávamálum sjálfum og að Loddfáfnismálum finst
manni andblær hins síðarnefnda einhvernegin óekta, ekki ólíkt því sem hér
væri leikur settur á svið. Á mig orka Loddfáfnismál einsog sum þeirra
skemtikvæða sem hafa verið ort inní fornaldarsögur. Hvað er Loddfáfnir?
Lodda er öm, fáfnir er ormur. Nafnið er ekki ýkja fornt. Kvæðið er slétt-
fjallað og samstætt, utan rofið á einum stað af brotinu irm Óðin hángandi
á tré og einginn veit af hverjum rótum er runnið.
Loddfáfnismál hefjast á þessu fyrirmyndar upphafi: Mál er að þylja /
þularstóli á; og endar á hofmannlegu kveðjuávarpi til áheyrenda í hallarsöl-
um með þökk fyrir gott hljóð: Nú em Hávamál kveðin / Háva höllu í. Samt
dettur víst fáum í hug að þetta lokaerindi Hávamála (164) hafi fylgt þeim
meðan þau enn voru sundurlaus heilræði handa alþýðu. Auk almennra lífs-
reglna, því miður heldur veigalítilla, hafa Loddfáfnismál að yrkisefni hversu
fara skuli með töfraþulum til að bægja frá sér slysum og vandræðum. „Ljóð“
nefnir skáldið þessa formála, breytilega eftir atvikum, án þess að gera þó
orðanna hljóðan þeirra heyrinkunna; svo lesandi eða áheyrandi er litlu nær.
Svipaðar upptalníngar á galdraformálum eru til dæmis í Sigurdrífumálum;
4