Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
hinsvegar við útilegumemi í Heingli, í
orða'bók sinni. Þá er farið að gæta veru-
legrar tilhneigíngar til að ýngja Hellis-
menn upp í tímamim, og veldur því einik-
um hin ágæta fenskeytla Eiríks, sem ein-
hvemtímia, á dögum Jóns Gmnnvíkíngs
eða fyrr, hefur læðzt inní sögnina einsog
fleira gott, og gróið þar föst. Loks varð
útkomian átján Hólasveinar, en Smiðkels-
synir féllu í fymsku.
II. Hellismenn
Seint er um lánigan veg tíðinda að
spyrja af Smiðkelssonium Landnámu og
Þorgeiri gyrðilskeggja, gegnium allskyns
sagnaminim, þjófa- og illvirkjasögur — allt
til Hólastúdentasögunnar sem leingi vel
var kunnust almenníngi, enda heilleg og
vel sögð og uppfyllir dyggilega lögmál
'heiUandi þjóðsögu. En vilji maður gera sér
einhverja greim fyrir tilvist Hellismanna í
holdinu og helli sínum, stendur það eitt á
umtalsverðum grunni, sem Surtshellir sjálf-
ur, LandnámubæikuT og Harðar saga hafa
af þeirn að segja, auk þess sem1 Landnáma
megnar að teingja afgáng þeirra þrem
sögualidarhöfðíngjum, Sturlu goða, Hluga
svurta og Torfa Valbrandssyni. Auðveld-
asta leiðin til að sleppa er auðvitað sú að
afgreiða þessar sagnminjar með þeirri
kenníngu, sem segir minna en ekkert, að
Landnámabækur lúti ekki lögmálum nú-
tímasagnifræði; þótti eingum mikið; en á
hitt ber fyrst að líta að þetta og fleina í
Landnámabókum ber þess merki að vera að
minnsta kosti skráS í frðSleiks skyni, og
stendur á rétti sínum sem slíkt unz annað
sennilegra sannast. SKkt viðhorf er í
fyrsta lagi heiðarlegt, liggur beint við og
á hvorki skylt við steinrunna bókstafstrú
né öfgafullt vanmat á minníngum og
reynslu úr horfnum tíma, þarsem um slíkt
virðist berlega að ræða, einsog í þessu
tilviki. En hér má hyggja nánar að.
í sarna rnund, á sama árabili, og Hellis-
menn Landnámu og Harðarsögu eiga að
hafa verið uppi, ræða fomar frásagnir,
aninálar og Viðauki Skarðsárbókar, um
„óöld í heiðni“ þegar „sultu rnargir menn
til bana, en sumir lögðust út að stela og
urðu fyrir það sekir og drepnir". Harðæri
þetla hefur farið vítt um Norðurálfu; þess
er getið í Noregi, og í enshum annálum er
þess minnzt sem „húngursneyðarinnar
miiklu" 976. Sízt er ofmælt að ætla að af-
leiðínga slíks hallæris hefði gætt fram-
undir aldamót 1000 í afskekktu landi. Á
slfkri vargöld, sem að auki er öld ofbeldis
og hn'efaréttar, víkingaöld, er ekki erfitt
að hugsa sér bjargþrota bændur, land-
hlaupara, sakamenn, snautt lið og jafnvel
stroikuþræla leiita sér lífsbjargar í flokkum.
Ég vil sérstaklega minna á þræla, sem ætla
mætti að sízt allra yrðu settir á vetur, ef
svo þreingdi að kosti manna að einhverj-
um hlaut að teljast ofaukið í samfélaiginu.
Á þessum tímum er Hólmsmönnum eytt;
Þorgeir gyrðilskeggi flýr við sjöunda mann.
Ekki þarf að hugsa sér annað en einhver
venzl með Þorgeiri og Smiðkelssonum til
að Þorgeir legðist með mönnum sínum í
hellinni, sem einginn hafði betri aðstöðu
til að þebkjia en Smiðkelssynir, en sögnin
um Þorvald holbarka sýnist vitna um sér-
kennilegt viðhorf Þorvarðsstaðamanna til
heHisins í trúarlegu tilliti. Flobkur Þor-
geirs, aukinn margvfslegu aðskotafólki, gat
skjótt orðið bitvargur sem beinJínis varð
að eyða, einisog hin foma sögn vitnar um.
Og svo mikið er víst: hversu vel sem- sam-
hent fólk getur búið um sig á illu setri ef
líf liggur við, þá má þó fullyrða eitt: það
hefði einginn gert sér til ánægju og skemmt-
unar í Surtshelli, nema örvita lýður. Smið-
kelssynir verða sjálfkrafa samsebir, hafi
þeir þá ekki verið skóggángsmenn fyrir, á þá
er litið sem þeir séu „fyrir“ Hellismönnum,
74