Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 31
Nokkrir hnýsilegir staSir í fornkvœSum í augum nútímamanna er þetta greinilega „akademiskt“ kvæði en ekki þjóð- vísa, og ber þar hvorttveggja til, lært orðafar og þó einkum listræn heild kvæðisins, kompósisjón þess, sem er af því tagi að hún dæmir svona kvæði úr leik sem fólklor. Sé Sonatorrek fólklor eru vísindi þeirrar fræðigreinar, til orðin af hlutrænum rannsóknum eftir daga Grimmsbræðra, að aungu hafandi, og verður að afsanna öll slík vísindi; eða að minstakosti segja þeim til fjandans, sem kynni að vera auðveldara. Einhvemtíma frá 960 til ca. 1500, milli þess sem Sonatorrek er talið ort og þángaðtil það er sannanlega skrifað upp, hlýtur kvæðið þó að hafa orðið til. Því leingra aftur í tímann sem uppruni þess er áædaður, því ótrúlegra verður kvæðið. Ekki fyrir það að synja að kvæðið sé ort af manni sem að uppruna er bóndi og fiskimaður, en hann er umfram alt lærður maður og hámentað skáld; og varla sjóræníngi. En það er ekki fyren laungu eftir land- námsöld, meira að segja laungu eftir kristnitöku, að í landinu gætu skilyrði hafa myndast fyrir því að svo lært kvæði yrði til. Einusinni sem oftar var ég að fletta Eglu mér til gamans og hitti á niður- lag Sonatorreks. Þar standa þessi vísuorð: skal ég þó glaður með góðan vilja og óhryggur heljar bíða. Mér kom höfuðatriði þessa vísuhelmíngs, „með góðan vilja“, þannig fyrir sjónir einsog ég „hefði komið hér áður“ — deja vu kalla sálfræðíngamir það. Þegar ég fer að rýna betur í þetta, rennur altieinu upp fyrir mér stað- urinn: Lúkas II, 14, — jólaguðspjallið. Boðskapur einglanna á jólanótt hjá Lúkasi hljóðar svo í Vúlgötu, latneskri biflíu miðalda: „Gloria in altissimis Deo, et in terra pax hominibus bonae voluntatis“. Þessi orð hljóta að hafa verið kunn á íslandi frá því er fyrst var farið að sýngja saltara á jólum að upphafi kristni. Ofangreindur biflíustaður hefur laimgum vafist fyrir biflíuþýðendiun, orðið ritskýrendum fótakefli og guðfræðíngum bitbein. Enn hefur ekki verið endi bundinn á þrætu sem þessi einföldu orð stofna til og verður líklega seint. Nokkumveginn orðréttur texti í Vúlgötu á þessum stað hlyti eftir orðanna hljóðan að vera svo á íslensku: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður til handa þeim mönnum sem eru með góðan vilja“ (eða hafa góðan vilja). 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.