Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 38
Timarit Máls og menningar
sem kenndir voru við kjól — noblesse de robe. Konungur gat skapað aðals-
menn þótt hann gæti fátt annað, smíðað. Um langan aldur höfðu Frakka-
konungar aflað sér tekna með því að selja embætti í dómsmálum, fjármálum,
skattheimtu og stjórngæzlu ýmisskonar. Það varð venja að hækka söluverð
þessara embætta og bæta alin við virðingu kaupanda með því að veita þeim
aðalsnafnbót. Þessi nýja aðalsmannastétt af 'borgaralegum toga tímgaðist eins
og rottur, en var eðalfólki bins bláa blóðs að því leyti fremri, að hún var
auðug að fé og þaulkunnug öllum hnútum fjármálabrasks og viðskipta.
Sverðaðallinn leit að sjálfsögðu niður á þessa uppskafninga, en þegar fram
liðu stundir urðu góðar sifjar með aðalsmönnum sverðs og kjóls og stéttar-
drambið varð sízt minna meðal hinna síðarnefndu. Á síðustu árunum fyrir
byltingu má sjá þess glögg merki, að hin aðalborna stétt Frakklands reynir
að festa sig í sessi, tryggja sér einkarétt til embætta í her og flota og stjóm-
gæzlu. Svo fast gekk hinn franski aðall eftir þessu, að hann komst um stund
í andstöðu við konungsvaldið og varð kveikjan í þeim atburðum, er hrundu
fram byltingunni.
Samkvæmt skilgreiningu hins gamla stjórnarfars töldust allir ótignir menn
til þriðju stéttar, auðborgarinn jafnt sem betlarinn, eða um 96% allrar þjóð-
arinnar. En hún var aðeins lögstétt að miðaldahætti og fól í sér stríðar
stéttaandstæður. Áhrifamest og voldugust var borgarastéttin innan þessa
safns sundurleitra þjóðfélagshópa.
Allt frá upphafi hafði franska borgarastéttin — la bourgeoisie eins og hún
heitir á frakkneska tungu — sprottið upp úr bændamúgnum, og þótt borgir
yrðu að sjálfsögðu lögheimili hennar bjó hún fjölmenn í þorpum og smá-
bæjum í nánum samvistum við almúgann. Meðal annars fyrir þá sök gat
hún gegnt forustuhlutverki í hinni miklu byltingu. En hafi forréttindastéttir
Frakklands, klerkar ,og aðalsmenn, búið við misjöfn kjör, þá átti það í enn
ríkara mæli við um borgarastéttina: skipting auðs og áhrifa meðal borgaranna
var geysimikil. Efstir í þessari þrepsettu stétt voru fjármálamennimir og stór-
kaupmenn. Fésýslumennirnir höfðu vaxið úr grasi í konungsþjónustu, meðal
þeirra voru bankastjórar þeir, er önnuðust fjármál hirðarinnar, þeir sem
sáu her og flota fyrir vopnum og vistum og höfðu á hendi flutninga fyrir
ríkið, en þó einkum skattheimtumennimir. Þetta voru auðmenn, er mynd-
uðu með sér félög, sem tóku hina óbeinu skatta á leigu gegn ákveðnu gjaldi
oggreiddu ríkisstjóminni. Þetta voru auðjöfrar í franskri borgarastétt, sumir
þeirra raunar frægir rithöfundar og verndarar og vildarmenn fagurlista.
Á árunum fyrir byltinguna varð mikil gróska í bankalífinu, einkum í París,
28