Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningaf Ef sviðiff væri stærra gæti píanóleikarinn spilað. Þá mætti dansa ballet. Og því ekki það? Diskunum kæmi það ekki við. Ekki ryksugunni. Sízt fólk- inu. Fólkið heitir fjölskylda og það er bundið saman í ólögulegt knippi. Þetta knippi er þrír krakkar og einn maður. Krakkarnir eins og folöld. Mað- urinn líkist náhveli. Hvernig skyldi náhveli líta út? Eitthvað stórt, gróft, hrikalegt. Heimskt. 011 með ýsuaugu. Öll með munninn fullan af orðum. Litlum, litlausum orðum. Skoðanir. Viðhorf. Orðin dynja á veggjunum eins og grjót. Kastast fram og aftur í tilgangsleysi, rekast hvert á annað, týnast. Köflótti kjóllinn hlustar ekki en heyrir þó. Hávaði. Sjóða, hræra, þrífa til. Hendurnar. Nú verða sagðar fréttir. Köflótti kjóllinn staldrar við, hún reynir að ná andanum. Skómir bíða kyrrir. Náhvelið slær á lærið og segir merkileg orð. Það sama og í gær og í fyrradag. Sá köflótti réttir hendurnar út úr ermunum og þær afgreiða mat- inn. Borðið. Fjölskyldan. Kámugir diskar. Fréttir. Tilkynningar. Hádegi? Nei, kvöld. Ef kjóllinn ætti sér svolítið afhýsi með glerlausum glugga. Bekk til að liggja á eða grasflöt og himin yfir. Eða pappírskörfu til að kasta upp í. Hversvegna? Hver hefur það svo sem betra en hún í köflótta kjólnum? Fáir eiga betri daga. En nætur? Fáir eiga betri nætur. Ef rándýrið sefur. Rándýrið sefur mjög, mjög laust. Það andar í myrkrinu þungum heitum andardrætti. Gott meðan það vekur engan. Klærnar eru beittar og tennumar hvassar. Sunnudagar, óteljandi sunnudagar. Bíllinn er nýr, stór og kreppir fast að köflótta kjólnum. Kassar með smurðu brauði, gosdrykkir. Knippið fer inn í bílinn, gleypir náttúrufegurð, þama gengum við, þarna vorum við, og þarna borðuðum við. Tókum myndir í sólskininu. Köflótti kjóllinn engist. Allar dyr eru læstar. Innanfrá að vísu, en það stoðar ekki. Hann kemst ekki út. A hann erindi út núna á friðsælu kvöldinu? Tæplega. Flóttamannaleiðin liggur ekki hér um. Andlitið, hvar er andlitið fyrir ofan köflótta kjólinn? Það er spegill á ganginum. Spegillinn er í gylltum ramma, mannhæðarhár. Eini maðurinn í húsinu. Fremur vingjamlegur. Það er ekkert andlit. Stór, brún augu, slikja yfir, huliðshjúpur. Stór munnur, þyrstur. Myrkur yfir þar sem ennið ætti að vera. Svart myrkur. Myrkur er betra ef það er hvítt. Það er sjaldan hvítt. Það var það kannski einu sinni. Fyrir löngu og ef til vill aðeins ímyndun. Það var fyrir löngu, 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.