Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 51
ASdragandi frönsku byltingarinnar 1789 numið. Hún heimtaði fullkomið borgaralegt jafnrétti og jafnræði allra þriggja lögstétta ríkisins, en í því fólst ékki aðeins krafa um að afnema stirðnaðar leifar bændaánauðar, heldur yrðu klerkar og aðall að selja af hendi aldagömul fríðindi svo sem tíund, lénskvaðir, uppskeruhlut, veiði- réttindi og dómsvald landsdrottna. Borgarastéttin tók hér að sér að flytja mál franskra bænda um þegnlegt frélsi þeim til handa, en það er hins vegar engin tilviljun, að kröfur þeirra um aukið jarðnæði eru varla nefndar á nafn í kröfum stéttar, sem lýsti eignarréttinn friðhelgan. Bænarskrár þær og kæruskjöl, sem lögð voru fyrir stéttaþingið bera greini- leg fingraför hinnar menntuðu stórborgarastéttar, og það er auðsætt, að þessi gögn hafa verið lagfærð og sniðin við hæfi hagsmuna hennar. En það hefur varðveitzt mikill fjöldi kæruskjala, sem samin voru á frumkjörfundinn í kirkjusóknunum og fáein frá iðngildunum. í þessum heimildum má heyra raddir franskra lágstétta, fátækra bænda og daglaunamanna. Þar er að finna afdráttarlausan stuðning þessara stétta við kröfur borgaranna, sem áður var lýst, en einnig sérlegar kærur, sem voru af öðrum heimi en þeirra manna þriðju stéttar, sem áttu miklar eignir í borgum og jarðir í sveitum. ISn- sveinar fengu sjaldnast að taka þátt í frumkj örfundum gildanna og því ber lítið á kvörtunum úr þeirra hópi, og oftast er það aðeins tilviljun, að ó- breyttir daglaunamenn taki til máls í þessum bænarskrám, þegar svo vill til 'kvarta þeir meir yfir háu verðlagi á lífsnauðsynjum en lágum launum. í kæruskjölum kirkjusóknanna má heyra margraddaða kveinstafi þorpanna, kotunga, sem lítið eiga jarðnæðið og krefjast þess að verð á brauði og hveiti sé lækkað um helming. Stundum veitast kæruskjölin svo harkalega að skattheimtumönnum og landsdrottnum, að hreppstj órinn, sem stýrir kjör- fundi, neitar að taka við þeim og semur sjálfur kvörtunarbréfið fyrir hönd bændanna! Þessar frumheimildir um lífskjör frönsku þjóðarinnar — cahiers de doléances — eru einstæðar í allri sögu Evrópu. En þær eru annað og meira. Þær voru franska byltingin sjálf tjáð í orðum áður en hún hófst í athöfn og drýgðri dáð. í viðbúnaðinum fyrir stéttaþingið hafði stjórnmálabaráttan á Fralddandi breytt um svip. Skeytunum var ekki lengur beint framar öllu að konungi og stjórn hans, heldur stóðu tvær höfuðstéttir landsins, aðall og borgarastétt, andspænis hvor annarri í návígi, en að baki borgurunum var bændastéttin reiðubúin til sóknar gegn landsdrottinsveldi aðals og kirkju. Hér hösluðu andstæðar stéttir sér völl. Þetta var stéttabarátta í klassískum stíl. En þótt liði væri þannig skipað til atlögu, þá er óvíst að slegið hefði í þann Brávalla- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.