Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 103
ans í Rússlandi, sem kom út 1899, sýndi
Lenín fram á svo ekki varð um deilt, að
keisararíkdð var 'komið inn í hringiðu kapí-
talískrar þróunar og fékk ek'ki þaðan aftur
snúið. Stóriðjunni rússnesku fleygði fram
með vaxtarhraða hitabeltisgróðurs undir
lok aldarinmar og nasstu ár á eftir, og hin
unga verbalýðsstétt gekk fram á paðreim
sögunnar. A mörkum 19. og 20. aldar skynj-
aði Lenín hlutverk þessa nýja þjóðfélags-
afls í Rússlandi og sldldi skarpari skilningi
en nokkur onnar maður honum samtíða:
„Sagan hefur niú fært okíkur að höndum
brýnt verkefni, eem er hið byltíngarsinn-
aSasta af öllum brýnum verbefnum verka-
lýðsstéttar no’kkurs lands“, segir hann í
bók sinni: HvaS ber að gera? Það sem
engin þjóðfélagsstétt Rússlands hafði
megnað til þessa mundi venbalýðnum tak-
ast: að brjóta niður öflugasta vamarvirki
afturhaldsins í Bvrópu og Asíu. Andspæn-
is þessu verkefni fann Lenín til mdkfllar
sögulegrar ábyrgðar. Hann veit að rúss-
nesba verkalýðshreyfingin sem er að rísa
á legg í ungu landi verður að hagnýta sér
reynislu annarra þjóða, sem eiga sér lengri
feril í þessu efni, en hann tekur það um
leið fram, að ekki sé nóg að kynna sér ein-
faldlega þessa reynslu og „afrita nýjustu
ályktanir". Það verður að gagnrýna hana
og meta árangur hennar á sjálfstæðan hátt.
Þessi ungi maður varð aldrei þræll hins
marxísba bókstafs, og í þessu riti við upp-
haf nýrrar aldar má kenna aimarra póli-
tískra fjarvídda, annarra fangbragða við
verbefnin en menn höfðu átt eð venjast.
Hvað ber að gera? er ádeilurit eins og
flest það, sem Lenín ritaði um sína daga,
og þótt þar gæti ekid þeirrar ritsnilldar,
sem markar hliðstæð rit hinna gömlu
meistara, Marx og Engels, er ádeila hans
höggvís og lauguð logandi ástríðu. Aldrei
era andstæðingunum gerð upp orðin,
aldrei eru þeir beittir hártogunum, ádeilan
Umsagnir um bœkur
sækir beint að marki. í þessu riti kannar
Lenín og túlkar hin margslungnu viðfangs-
efni verkalýðshreyfingarinnar, stéttvísi,eem
birtist sjálfkrafa í fagiegri baráttu fyr-
ir bættum efnahagskjörum, og pólitíska
stéttvísi veiikalýðsins, sem tekur mið af
þjóðfélaginu í hefld. Leiðtogahugmynd
Leníns er ekki stéttarfélagsfoimaðurinn,
heldur alþýðuleiðtoginn (tribunus plebis í
'klassískum stíl), sem „er þess umkominn
að láta til sín taka sérhvert tilvik þar sem
harðstjórn og kúgun kemur fiamt, án tillite
til hvar það kemur fram, án tillits til
hvaða stétt eða stétttkvísl þjóðarinnar verð-
ur fyrir barðinu á því, sem er fær um að
alhæfa þessi tilvik, og skipa þeim í heildar-
mynd af ofbeldi lögieglunnar og arðráni
auðvaldsins." Þessi krafa Leníns um að
rússneski verkalýðurinn skipaði sér mið-
svæðis í þjóðfélagimu, að pólitískir foringj-
ar hanis færu „út á meðal allra stétta þjóð-
ariimar" og sendu „sveitir úr her sínum í
allar áttir“, var meginþáttur í þeirri áætl-
un að gera hina ungu stétt að forustuliði
þjóðarinnar í baráttunni fyrir lýðræði og
afnámi hins keisaralega alræðis. Það má
bannski segja, að þessi túlbun á hlutverki
verkalýðsins í miunni Leníns sé mótuð af
sögulegum aðstæðum Rússlands í byrjun
aldarinnar, að barátta hans gegn þröngum
hagsmunaáróðri að hætti hinna rússnesku
öbonómista sé sprottin af ótta við að
verkalýðsstéttin missti sjónar af því brýn-
asta verkefni tímans: að steypa keisara-
stjórninni. En í rauninni er viðfangsefnið
algilt með hverri þjóð, sem býr við auð-
valdsskipulag, hvort sem hún er skammt
eða langt á leið komin í efnahagsþróun.
Við höfum mátt þessa síðustu daga minn-
ast þess, hve háskasamlegt það er verka-
lýðnum að sætta sdg við öflug hagsmuna-
samtök, en hirða ekki rnn pólitískan þroska
sinn. Þegar Bandaríkjaher sótti inn í Kam-
bodíu lýsti leiðtogi 13 mflljóna bandarískra
93