Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 77
greina: Oddur hafði átta systur Rfkarðar
jaxls, Mauð að nafni, og var henmi feingið
til heimanfylgju hérað víðlent og auðgott,
er á túngu franiseismanna heitdr Dreux; það
nefnist á vora túngu Draugsborg. Nú sem
Oddur hefur búið við Mauð um skeið, þá
leiðist honum konan og gerast honum
kaarri flestar konur aðrar, en sendir Manð
drotníng í klaustur og fær til eirna mey
helga að byrla henni eitur. En þóbt Oddur
bóndi hefði sagt sér konuna afhenda og
tekið sér aðrar koniur, þá vildi hann eigi
upp gefa Draugsborg í hendur rúðujarli
mági sínum, né land er þar lá til. Ríkarður
fcalliar nú í hendur Oddi til landsins, og
heldur á því kalsi uns báðum tekur að
leiðast: þrútnar af þessu ófriður með kon-
úngunum, og gera herferðir hvor í móti
öðrum; bauð Rikarður út liði að brenna
í Hjartrósargreifaskap, en Oddur sendi
fólk í móti að eyða Normandí. Þó verður
eigi barist tdl þrautar, og bar þar einkurn
tdl að flestÍT meun í herflokkum konúnga
mægðust vdð í styrjöldum þessum, þeir
sem eigi voru násikyldir eða venslaðir áð-
ur: reistu menn bú á víxl í löndurn þessum
sem eitt væri, þótt konúngar kölluðu tvö.
Og þá er konúngar lýstu ófriði milli landa
af bólginni reiði, og boðuðu barsmið,
manndráp og réttlæti fyiir ástar sakir við
Krist, en hetjiur bitu á það ofaa í skjald-
arrendur, þá boðaði landsmúgurinn sam-
diryikkjur, hvíluneyti og bamaskirnir. Verð-
ur af þessum sökum vandi eigi alllítill á
höndum Ríkarði rúðujarli að ná rétti sín-
um á nauðmági sínum Hjartrósaroddi.“
Hér renna saman skáldskapur og sagn-
fræði í einum ósi, og er vant að sjá, hvom
hærra ber, Halldór Laxness, sagnfræðimg-
inn, eða Halldór Laxness, skáldið. Fytr og
síðar hafa lasrðir menn skrifað um það
digra doðranta, hversu það mátti verða,
að lónsskipan laut í lægra haldi fyrir ung-
um öflum þióunaxinniar. Laxness segir þá
Þjóðfélagið og skáldið
sögu í niu línum, segir frá þjóðfélagi í sköp-
un, vexti þess upp úr barbarískum lénsk-
um óskapnaði. Hann teflir fram andstæð-
um miðaldaþjóðfélagsins, hinni lágu al-
þýðu og járngráum lénsherradómi trón-
anidi á söðulprúðum stríðsfáknm; og takið
eftir hvemig hann hagax málinu þegar
haim íklæðir þessar ondstæður orðum:
brenna — eyða — barsmið — manndráp
-— hetjur sem bíta í skjaldanrendur, að
ógleymdu réttlætinu fyrir ástar sakir við
Krist —: hér stendur lénsskipuLagið í ölÞ
um sínum búnaði. En í móti þessu orða-
vali valds og grimmdar og ofbeldis fylkja
sér orð lauguð alúð, orð mannlegrar hlýju:
samdrykikjiur -— hvíluneyti — bamaskírnir.
Þetta þjóðfélag sem Halldór Laxness dreg-
ur upp í Gerplu er sannarlega ekki beina-
ber og holdnöguð abstraktion, heldur kvik-
ur, blóðheitur geislaviitkur veruleiki.
Og þá vitum við hvað þjóðfélag er. Það
er ekiki eins yfirskilvitlegt og skáldin á
sjónvarpsskerminum vildu vera láta. Og
auðvitað veit enginn þetta betur en Lax-
ness sjálfur. Hann var bara að gera að
gamni sínu við ungan sikáldbróður og sjá-
endur Ríkisútvarpsins. Gamlir góðhestar
og skáld við aldur geiast stundum hreíklkj-
ótt við böm og unglinga, en ekki er það í
illu meint og 'kemur sjaldan að sök.
Skáldið skrökvaði líka þegar hann sagði,
að eíkki væri hægt að fana í mál við þjóð-
félagið. Halldór Laxness veit ofurvel, að
ef því er að skipta má orða alla sögu mann-
kynsins svo, að hún sé linnulaus málaferli
við þjóðfélagið. Æði oft hefur þeim mála-
feælum lokið, ekki með sættargerð eða fé-
bótum, heldur hefur þar komið sögu, að
dómarinn settá svarta hettu á höfuð sér og
dæmdi þjóðfélagið, stundum í gálgann,
stundum undir öxina.
Hitt skiptir kannski heldur ekki litlu
máli, að Halldór Laxness heíur alla ævi
rithöfimdarferils síns átt sjálfur í mála-
67