Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 105
lilutverki sínu að „endurreisa hina sömrn
'kenningu Marx um ríkið“. í stuttu máli
mætti orða þessa kenningu svo, að ríkið
væri tjáning ósættanlegra stéttaandstæðna,
á yfirborðinu haíið upp yfir þjóðfelagið,
en í reynd vopn og tæki ríkjandi stéttar til
að varðveita vald sitt yfir arðrændum og
undirokuðum. Þar sem verkalýðsstéttin
getur ekki leyst sjálfa sig úr viðj-um nema
með því að afnema stéttaskiptinguna mun
drottinveldi verkamanna að lokium missa
pólitískt eðli sitt, ríkið, hið slkipulags-
bundna vald verkalýðsinS mun að lokum
„deyja út“, svo sem EngeLs komst síðar að
orði. Þjóðfélag og ríki mundu eiakd 6tanda
andspænis hvoit öðru, heldur upp rísa
frjálst samfélag, sem stjórnaði hfutum' og
þeirra ferli, en drottnaði ekki yfir mönn-
um. Þessi hugmynd var að vísu eklki runn-
in frá Marx og Engels, heldur höfðu þeir
fengið hana hjá eldri sósíalistum og Saimt-
Simon orðað hana með nálega sama hætti
og þeir. Raunar þarf ek'ki að toka það
fram, að höíundar hins vísindalega sósíal-
isma létu sér aldrei koma til hugar, að
þessi þjóðfélagslega draumsýn, sem þeir
höfðu tekið að erfðum frá hinum útópisku
sósíalistum, mundi rætast „daginn eftir
byltinguna". Þeir gerðu sér það Ijóst, að
verkalýðurinn gæti ekki tekið við ríkinu
eins og það kæmi fyrir af skepnunni og
notað það í sína þágu, heldur yrði að
„sprengja" hið gamla ríkisvaid og skapa
annað nýtt í samræmi við þarfir hinnar
nýju valdstéttar, er yrði að beita því unz
þar kæmi þróuninni í efnahagslegum, fé-
lagsLegum og pólitískum efnum, að ríkis-
valdið safnaðist tíl sinna sögulegu feðra.
í Riki og byltingu logsauð Lenín draum
og veruleika. Hann var sannfærður um, að
ráðin (sovétín), sem veikamenn, hermenn
og bændur höfðu skapað í byltingunni,
væru hið nýja valdalæki, sem gæti ekki að-
eins kollvarpað embættisbákni hins gamla
Umsagnir um bœkur
skipulags, heldur einnig skapað rússneslkri
alþýðu ríkiskerfi við hennar hæfi. Og því
var það, að hann gat nokkrum dögtmi eftír
októberbyltínguna sagt í ávarpi til almenn-
ings: Verkamenn! Minnirt þess að það er-
uð þið sj’álffr sem nú stjórnið ríkinu. Eng-
inn mun hjálpa yfckur ef þið sameinizt
ekki sjálfir og takið öl'l málefni ríkisins í
ykkar eigin hendur. Sovétin ykkar eru upp
frá þessu tæki ríkisvaldsins, tæki með fullu
valdi, tæki með ákvörðunarvaldi.
Lenín var 9annfærður um, að rússneskir
verkamenn gætu tekið að sér stjórn á rík-
inu og sett undir eftírlit, að vinnandi fólk
fengi beitt lýðræði sínu beint og milliliða-
laust eða fyrir atbeina kjörinna fuMtrúa,
sem á hverri stundu máttí svipta umboði.
En þegar í byrjun árs 1921 játaði hann, að
þcttahefði ekki tekizt: Kann sérhver verfca-
ntaður tökin á að stjórna rífcinu? 6purði
hann, og svaraði hispurslaust: „Verkhygg-
ið fólk veit, að þetta er bara álfasaga ...
Hve margir verkamenn hafa verið ráðnir tíl
stjórngæzlunnar? Örfáar þúsundir um allt
Rússland, það er allt og sumt.“ Og þótt
sovétbyltingin hefði greitt rússnesku ríkis-
vélinoi mikil högg og stór neyddust bolsé-
víkar að ráða til sín í stjórnlkerfið „hundr-
uð þúsunda gamalla embættísmanna, sem
teknir vioru að erfðum frá keisarastjórn og
borgaralegu þjóðfólagi og starfa gegn okk-
ur, ýmist vitandi vits eða óafvitandi", svo
sem Lenín orðaði það. Síðustu ritgerðim-
ar, sem birtar em í þessari útgáfu Ríkis
og byltingar, um skriffinniskuveldið og hið
vandleysta viðfangsefni að varðveita for-
ustu verkamanna fyrir bændum Rússlands,
gefa skýra mynd af torleiðinu, sem Lenín
eygði framundan og bera vitni nökikrum
ugg og ótta um framvindu ráðstjómar-
skipulagsins á komandi árum. —
Þegar Lenin kom til Rússlands úr út-
legðinni 1917, var það ein af tillögum hans
að stofnað yrði nýtt Alþjóðasamband í
95