Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar orði), þá þekkti hann afar lítið til þess fólks, er við söguna kom, uppruna þess og þess háttar; en segir hinsvegar frá mörgu óþörfu, t. d. greinir hann frá því á einum stað, að sólin skín og grasið er grænt og hey ilmar. Eins og sólin geti annað aðhafzt, grasið haft annan lit á siunrin log hey verið heylykt- arlaust! En mest undraðist þó Þorleifur, er hann frétti, að öll sagan væri uppspuni mönnum til skemmtunar. „Hvaða blóðþyrstum vargi“ — spurði Þorleifur, „getur þótt slíkt óþverravíg skemmtilegt?“ Auk þess var honum með öllu óskiljanlegt, hvernig hægt væri að spinna upp sögu, sem gerðist á tímum sjálfs sögumanns. Ollum samtíðarmönnum hlyti að vera það ljóst, að sagan væri lygi. Að vísu viðurkenndi Þorleifur að á hans dögum hefðu verið til ótrúlegar sögur; þær væru skemmtisögur kallaðar, þótt ýmsir kölluðu þær lygasögur. „Hins vegar — hélt Þorleifur áfram — sögðu þær frá at- burðum í grárri forneskju, og enginn getur vitað með vissu, hvað þá gerðist. Auk þess er sagt, að þá hafi slíkir hlutir getað gerzt, sem nú væri trauðla trúandi. Menn voru þá meiri vexti og rammari að afli, og drekar og aðrar ófreskjur enn við lýði.“ Þorleifi fannst það súrt í brotið, að sagan, sem hann las, hafði verið mikið lesin — svo lúð var hún — og hlyti því að vera ein af okkar beztu sögum. „Hver er þá sú hin versta, ef þessi er hin bezta?1 spurði hann. Það varð ékki hjá þvi komizt að viðurkenna, að sögur sem þessar væru eitt vinsælastalestrar- efni vorra tíma og jafnframt varð að útskýra það fyrir honum, að vinsældir sagna væru löngu hættar að fara eftir gæðum þeirra, þar með töldu sann- leiksgildi, og því væru það fáir, sem nú læsu raunverulega sannar sögur, þótt þær væru reyndar til (enda þótt þær gætu ekki verið „sannar“ í þeim skiln- ingi, sem hann lagði í orðið). Fyrir þráheiðni Þorleifs varð höfundur að segja honum þráðinn úr einu frægasta verki þeirrar tegundar. Þorleifur hlustaði af stakri athygli, en sýnu rneiri vantrú. „Líklega er því helzta sleppt í sögunni,“ hélt hann, þar eð „engu greinir saga sú frá,“ eins og hann komst að orði. Fór söguhetjan ekki í víking? Eða átti hann ekkert ósætti við aðra menn? Gerðist í raun og veru ekkert í lífi hans annað en það, að hann „fíflaði konu eina?“ (Þannig leit Þorleifur á ástarsamband það, sem sagan fjallar um). Eða hefndi einhver ættingi konu þessarar harma sinna á honum; e. t. v. ekki strax, en að mörgum árum liðnum? Gat kona þessi (sem Þorleifur kallaði „ekkert meðalfífl") eggjað einhvern frænda sinna til að ráð- ast á hann? Eða var hún kannski numin brott með valdi og orusta tókst? „Furðu gegnir, hversu frásögn þessi má saga kallast,“ sagði Þorleifur gramur. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.