Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar
ment Parísarborgar til skráningar. Þessi virðulegi höfðingj adómstóll neit-
aði aS skrásetja sumar af tillögum hans, en krafSist jafnframt aS alls-
herj arstéttaþing yrSi kvatt til fundar aS ráSa fram úr fjárhagsvandræSum
ríkisins. Til var aSeins ein stjórnlagaleg aSferS til aS brjóta parlamentiS á
bak aftur: aS konungur ‘kæmi sjálfur í parlamentiS og krefSist skráningar
á tilskipunum sínum. Þetta var gert, en dómurum parlamentsins síSan vikiS
í útlegS frá París, svo sem oft var siSur þegar kastaSist í kekki meS þeim
og konungsvaldinu.
En nú varS ólgan svo mikil í landinu, aS stjómin sá sér ekki annaS ráS
vænna en kveSja parlamentiS aftur heim til Parísar og reyna aS friSmælast
viS þaS. ÞaS var þó síSur en svo aS sættir tækjust, uppþot kviknuSu í París
og mörgum öSrum stærri borgum Frakklands. Holskefla hins pólitíska áróS-
urs skall yfir landiS, bæklingar gegn stjórninni voru prentaSir í hundraSa-
tali, þjóSin virtist loks hafa fengiS máliS eftir langa þögn. í júlí lét stjómin
undan og lofaSi aS kveSja saman allsherj arþing stéttanna, nokkm síSar
var tilkynnt, aS fundardagur stéttaþingsins skyldi verSa 1. maí 1789. Ein-
valdsstjórn Frakkakonunga hafSi meS því skrifaS undir sinn eigin dauSa-
dóm.
II.
Yfir upphafi allrar mennskrar sögu grúfir kynjasagan, goSsagan, þjóS-
sagan — mýtan. í þessi mót hafa mennirnir steypt hugmyndir sínar um
tilurS sjálfra sín og alls, sem er, í grun um, aS sjálfir væra þeir aSeins hluti
stærri heildar. GoSsagan og þjóSsagan eru fyrstu form þeirrar sögu, sem
mennirnir hafa samiS onn sína eigin tilvera, enda snemma komizt aS þeirri
niSurstöSu, aS tilvera þeirra er sögulegt viSfangsefni, sem markast af tveim-
ur andstæSum skautum lífs og dauSa auk alls, sem þar er á milli. Þessi
sögulega tilverukennd er einn ríkasti þátturinn í vitundarlífi mannanna, um
þaS bil jafngömul manninum sjálfum og því aS sjálfsögSu miklu eldri en
þaS, sem viS köllum sagnfræSi. En þaS er eitt helzta viSfangsefni þeirrar
fræSigreinar aS glíma viS þjóSsöguna, mýtuna, sem sprettur eins og sjálf-
sáinn villigróSur á öllum ferli sögunnar. Hin sögulega þjóSsaga er ekki fyrir-
brigSi sem einu sinni var, í myrkri fyrnsku fyrri alda, heldur hefur hún
fylgt allri sögu mannanna, verSur til dag hvem og breiSir út blöS sín fyrir
hverri nýrri kynslóS, á okkar öld vex þessi fífill ekki meS minni grósku í
túni okkar en fyrr á tímum. En aldrei er þjóSsagan áleitnari en á þeim
stundum, er stórviSburSir gerast og sagan sjálf magnar og aleflir atburSa-
34