Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
%
lengi á ég ací sjóða þau svo þau verði meltanleg. í sömu andrá stígur út úr
tóminu spengileg beinagrind, draugur, angist í augnatóttunum.
— Hvað er sannleikur? spyr draugurinn.
— Allt og þó ekkert, svarar konan og hleypur út úr draumi sínum. Hana
langar að fylla þessar holu augnatóttir af blómum.
— Það væri til einskis, segir draugurinn og setur upp hæðnissvip.
— Hversvegna syngur svanurinn sviona illa? spyr konan, loksins er hún
ekki lengur ein.
— Það er búið að stytta á honum hálsinn, hann var of langur. Og vís-
indin hafa sannað að svanasöngur er með öllu óþarfur. Draugurinn segir
þetta mjög mildri röddu.
— Hvað eru þessi vísindi? spyr hún barnalega.
— Eitthvað sem er eitt í dag og annað á morgun. Tvífætlingar með heila
úr mjög teygjanlegri teygju.
— Fallegir og nytsamir?
— Hvorugt. Ekkeit.
Dyrnar að draumnum eru nú harðlokaðar. Henni þykir það slæmt.
— Hvar er kj ötið, sem var utan á þér, var það hakkað eða kannski steikt
við hæfilegan hita? Hún varpar spurningunni fram varfæmislega.
— Allt hold er hey, svarar aðspurður án alls yfirlætis.
— Mig minnir að ég hafi heyrt þetta áður-------
— AHt hefur 'heyrzt áður----
Þögnin birtist í líki rándýrs og reyndi að þrengja sér að henni, reiðuhúin
að hremma hana. Henni tókst að sleppa.
— Hvað er þá til nokkurs?
— Ekkert er til neins og þó —
Henni létti. Létti ósegjanlega við þetta svar. Áræddi meira að segja að
draga huliðshjúpinn frá augunum.
— Það er hentugra fyrir þig að hafa hann, sagði draugurinn og hneigði
sig varlega svo hálsliðimir hrykkju ekki hver frá öðrum.
— Já, það er satt, sagði hún og dró hjúpinn fyrir aftur.
Rándýrið steig feti nær og bjóst til að ráðast á hana. Draugurinn gekk
nokkur skref aftur á bak. Tyllti sér á tábeinin og blístraði. Silfurlit harpa
settist við fætur hans og lék sígaunalag, tryllt og þó tregablandið. Draugur-
inn bauð konunni í dans og hún fann að hún vildi dansa. Harpan hvíslaði:
Nei, ekki dansa. Nú er blár tími, heiðríkja og allar lindir tærar.
— Fyrirgefið mér, sagði draugurinn — ég gleymdi að á þessum tíma
50