Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 25
Nokkrir hnýsilegir sta<Sir í jornkvœ<5um
vesen“. Og því fer fjarri að öll heimsköpunarsaga sé spá. Til að mynda er
Lilja, eitt meðal öndvegisverka túngunnar, heimsköpunarkvæði en í raun-
inni ekki spá og hefur .umfram Völuspá hátískulega maríólógíu frá úthall-
andi miðöldum þar sem mærin er eins og máluð líkneskja af fjórtándualdar-
drotníngu með gullkórónu.
Völuspá er afturámóti heimsköpunarfræði og leiðsla, hvortveggja í senn.
Völvan sér fyrir sér aesi tröll og dverga, jafnvel vaikyrjur, auk annars
kraðaks úr skandínaviskum anímisma, í hlutverkum þar sem kirkjulegar of-
sjónabókmentir hafa guðfræðilegt myndasafn frá einglum oní djöfla. Eitthvert
villuljós úr biflíusögum er ævinlega til staðar í Völuspá; fyrst ginnúngagap,
síðan upphaf goðumlíkra manna á jörðu; tún, þar sem slíkir menn tefla
með gulltöflum, samsvaxar paradís; síðan fallið og öll áflogin við fjandann
í líki kvenlegra illvætta og þursa; glampi af friðþægíngarkenníngunni í ör-
lögum Baldurs og gluggi til helvítis í sal þeim sem völvan sér standa á
Náströndu, — þar verður tiltölulega laung lýsíng sem sver sig í ætt við sí-
gildar leiðslubókmentir og hæst ná að andagift hjá Dante í Skemtileiknum
guðumlíka; loks hefst pandemoníum, allra-dj öfla-upphlaup, og endar á því
að Óðinn og úlfurinn fljúgast á og falla báðir meðan Surtur er að brenna
heiminn. í öllu þessu sukki sér völvan jörðina koma upp öðru sinni og æsi
finnast á grænum velli og fara að tefla aftur; og „munu ósánir akrar vaxa“
osfrv.
Þó áhrif af evrópskum leiðslukveðskap sjáist glögglega í umgerð kvæðisins
er myndasafn þess og innra atburðaval það ólíkt að hér er aðeins hægt að
tala um hliðstæða sköpun. Ein ástæða þess að Völuspá heldur dulblæ sínum
í blíðu og stríðu er sá að textinn hefur orðið fyrir búsifjum sem þvi valda
að ímyndunarafli lesandans gefst meiren litið svigrúm. Skemtun af Völuspá
felst í því að geta í eyðumar og lesa í málið. Og reyndar er einginn þess um-
kominn að segja hvort textinn hafi nokkurntíma verið skipulegri en þetta.
Textinn er það sundurlaus að ekki verður fundið samstætt kerfi að baki,
hvorki guðfræði goðafræði siðfræði né heimspeki, oft ekki heil brú, aðeins
flj ótandi þjóðsagnir búnar hádramatísku gervi — til skemtunar eða hvað?
Weltschmerz skálda er einatt öðrum mönnum til skemtunar. Þrátt fyrir ann-
marka verksins í því gervi sem við þekkjum það, ef ekki vegna þeirra, skilst
tilraun völvunnar að gjalda Óðni torfalögin, tefla honum fram og halda
hlut hans á lofti sem frumkvöðli visku og slægðar í útistöðum við sköss og
jötna. Það er einsog Völuspá leitist við að vekja upp norræna fomeskju í
mentuðu formi, samræma sérstök norræn þjóðsagnaminni við kristilegan
15