Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 43
Aðdragandi frönsku byltingarinnar 1789
yfirstéttarsníkj udýrum, er lifð'u sínu bílífi á annarra kostnað, þá eyddi
hirðin ekki nema 6% af útgjöldunum, 35 milljónum franlca, önnur stjórnar-
útgjöld voru 19%, her og floti og sendiherraþjónusta 26%, en gjöld vegna
rikisskuldanna námu hvorki meira né minna en 318 milljónum franka, eða
50% allra útgjalda. Tekj uhallann var ekki hægt að jafna með neinu öðru
en skuldaafnámi. Slíkt hafði að vísu verið gert áður í sögu franskra ein-
valdskonunga. En nú var önnur öld. Vald hinnar auðugu borgarastéttar
hafði vaxið svo, að konungsstj ómin þorði ekki að afskrá skuldir sínar á
hennar kostnað, og forsætisráðherrann Calonne leitaði því annarra bragða.
Hann lagði fram tillögur fyrir konung þess efnis að gera öllum jarðeigend-
um án undantekninga að greiða nokkurn tekjuskatt, afnema alla tollmúra
innanlands og selja jarðeignir kirkjunnar til greiðslu á skuldum, sem hún
hafði tekið á sig fyrir ríkið. Þá stakk hann upp á að stofna héraðastéttaþing,
er jöfnuðu niður skattinum. Því fór fjarri, að tillögur þessar gengi mjög
nærri sérréttindastéttunum, en Calonne óttaðist sjálfur, að yfirdómstólarnir,
parlamentin, mundu beita sínum gamla rétti að neita að skrásetja þessar
konunglegu tilskipanir. Því tók Calonne það til bragðs að kveðja saman
valdamenn úr háaðli, leikum og lærðum, frá yfirdómunimi, parlamentunum,
og aðra virðingarmenn stj órngæzlunnar. í raun og vem var þetta fyrsta
viðurkenning frönsku konungsstj órnarinnar, að hún gæti ekki ráðið fram
úr vandamálum ríkisins af eigin rammleik. En Calonne fékk það eitt áunn-
ið með fundi þessum að koma sér út úr húsi hjá öllum þeim aðilum, sem
'kvaddir höfðu verið til ráða. Til fundarins hafði verið kvatt með leynd,
en Calonne gerðist svo djarfur að birta opinberlega niðurstöður hans. Kon-
ungi varð svo mikið um þetta, að hann vék Calonne frá völdum og kvaddi
Brienne, erkibiskup í Toulouse, til að verða forsætisráðherra. Vitað var, að
Brienne var skjólstæðingur drottningar, en hann fékk fátt annað gert en
bera fram tillögur Calonnes lítið eitt breyttar. Þótt hann fengi betri áheyrn
hjá höfðingjastefmmni en fyrirrennari hans, tókst honum ekki að vinna
fylgi hennar að fullu. í þessum viðræðum var vikið að því, að sennilega
væri heppilegast að kveðja saman allsherj arþing stéttanna til ráðagerða um
svo viðamikil skattamálefni. Uppástungan kom frá ungum frjálslyndum
aðalsmanni forríkum, Lafayette, sem siðar kom mjög við sögu byltingar-
innar. Þetta var í fyrsta skipti að minnzt var á allsherj arstéttaþing í um-
ræðum um fjármál ríkisins, slíkt þing hafði ekki verið kvatt til fundar
síðan árið 1614.
Brienne átti því ekki annarra kosta völ en leggja tillögur sínar fyrir parla-
3tmm 33