Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
mjög var homrni í mun kollvörpun keisara-
stjómarimiar, að hann áleit minnstu roáli
skipta hvaða aðili stæði yfir höfuðsvörð-
um hennar: fall hennar eitt saman mundi
valda uroskiptum í Eviópu og leysa úr
læðingi vei'kalýðsbyltingu á meginfand-
inu, einkum í Prússlandi og þýzka keisara-
ríkimi. Höfundar hins vísindalega sósíal-
isma höfðu sjálfir þá reynslu, að sérhver
bylting á meginlandinu hneigðist til að
flæð'a út fyrir mæri heimahaganna og þeir
höfðu því fulla ástæðu til að ætla, að bylt-
ing í Rússlandi roundi hlýða þvf lögmáli.
Af meðfæddri bjartsýni byltingarmanna
bjuggust þeir við þessum umsíkiptum fyrr
en raun varð á. Hvorki Marx né Engels
gerðu ráð fyrir því, að bylting Rússlands
yrði fyrir frumkvæði verkalýðsins þar í
landi, hvað þá heldur að valdataka rúss-
nesks vefkalýðs stæði fyrir dyrum. Þeir
töidu fiamar öllu, að þetta yrði borgaia-
leg bylting, studd uppreisnum rússneskra
bænda, á líka lund og orðið hafði í Frakk-
landi í lok 18. aldar, að hún mundi gegna
Hutverki ljósmóðurinnar við fæðingu
verkalýðsbyltingar meðal auðvaldsþjóðfé-
laga Vesturevróu. Um aldamótin síðustu
var þetta einnig yfirleitt skoðun marxista
í verkalýðshreyfingu álfimnar.
Á því ári er 20. öldin gekk í garð skrif-
aði Lenín rit sitt: HvaS ber að gera? Bók-
in er heitin eftir hugfleygri skáldsögu, er
'hinn merld rithöfundur Rússa á 19. öld,
Tsémisévskí, skrifaði árið 1864 í Péturs-
Pálsfangelsinu í Pétursborg og varð afl-
vaki ungra rússneskra byltingarmanna um
áratugi. Lenín valdi riti sínu þennan titil
vitandi vits til þess að tengja hið nýja
skeið í byltingarhreyfingu Rússlands hin-
um miklu minnum og erfðum þeirrar bar-
áttu, sem háð var gegn keisaraveldinu á
19. öld. Þeir sem gengu á hólm við þetta
einræði höfðu verið undarlega einmana í
hinu fjölmienna rússneska þjóðfélagi, allt
frá hinum aðalbomu liðsforingjum desem-
bristanna frá fyrsta fjórðungi aldarinnar
til sona og dætra gósseigenda og borgara,
háshólastúdenta og námsmanna, er gengu
út á meðal alþýðunnar til þess að boða
þeim fagnaðarerindi mannhelgi og þoku-
kennds sósíalisma, en áttu ekki erindi sem
erfiði hjá hinni þungsvæfu þjóð og tóku í
örvæntingu sinni að beita vopni terrorsins
og vega háttsetta illræmda embættismenn
unz þeir fóm að elta sjálfan krónhjörtinn
— keisarann. Allt Rússland stóð á öndinni
er það horfði á þennan ójafna leik ógnar-
verkaroanna og lögreglu, og Lenín, sem
missti bióður sinm í þessari viðureign,
komst migur að þeirri niðurstöðu, að með
slíkunt baidagaaðferðumi yrði mlaaikinu
ekki náð: að leggja keisaraveldið að velli.
Hann játar í bók sinni: Hvað ber að gera?
að það hafi kostað baráttu „að rjúfa þá
töfra sem bundu menn minningunum um
þessar hetjudáðir.“ En í þessu riti vottar
hann hvað eftir annað byltingaimönnun-
um á 8. áratugnum virðingu sína og telur
þá fyrirrennara sina. Því að þeir urðu
lærimeistarar hans í skipulagningu leyni-
legrar pólitískrar starfsemi, sem bolsévíka-
fliolkkurinn varð nauðugur viljugur að
heyja flest árin fram að byltingunni 1917.
Meðal rússneskra byltingarmanna 19.
aldar hafði sú hugmynd verið æði áleitin,
að Rússland skipaði einstæðan sess í ver-
öldinni, þyrfti ekki að ganga braut kapí-
talískrar þióunar, heldur gæti stokkið inn
í sósíalismann vegna þorpasameignar bænd-
anna. Jafnvel Karl Marx taldi árið 1881,
að fcapítalisminn væri ekki óhjákvæmileg
söguleg nauðsyn í Rússlandi, ef svo skyldi
vilja til, að bylting yrði þar um það bil
samtíða byltingu í Vesturevrópu. En undir
lok aldarinnar mátti það vera öllum sjá-
andi mönmum ljóst, að þetta var aðeins fá-
fengilegur diaumuT. í einu frumlegasta og
sjálfstæðasta riti sínu, Þróun kapítalism-
92