Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 83
Þorgeire gyrðilskeggja, sem út af fyrir sig
gefur raiimar eingar bendíngar um innihaid
þess rits; diráps Þorgeire kann aðeins að
hafa verið getið þar í framhjúhlaupi. Ef til
vill hefur Sturla glefsur sínar um Smið-
kelssyná úr eldri gerð Harðar sögu, sem
hann vísar tíl annarsstaffar í efnisútdrætti
(„saga Harðar Grímlcelssonar og Geirs“)
og kann að hafa greint eitthvað frá Hellis-
mönnum og Þorgeiri gyrðilskeggja í fyllra
máli en sú gerð HaTðar sögu sem nú er
höfð um hönd. Harðar saga í núverandi
mynd ber sem kunnugt er öll einkenni
ýkjusögu, að ekki sé sagt lygisögu, en hin
ágripskennda grein um afdrif Þorgeirs er
meðal þess sem virðist komið úr einhverju
gömlu. Þess ber að geta, að efazt hef-
ur verið um að ránsmenn þeir sem Ing-
ólfur Þorsteinsson fékkst við samkvæmt
Þórðarbók eigi nokkuð skylt við Hellis-
menn, en í Vatnsdælu, þarsem í leingra og
skáldlegra máli er greint frá atburðinum,
segir, án þess að Hellismanna sé við getíð:
„Utilegumenn og ránsmenn voru mjög í
þenna tíroa bæði suður og norður, svo að
nálega mátti engi á sínu halda“; í frásögn-
inni kemur einnig frarn að banamenn Ing-
ólfs hafa átján hross og hafast við í helli.
Ved má vera að hellirinn og átján hross
eigi sinn þátt í því að atburður þessi er
síðan teingdur HeDismönnum í Þórðarbók,
en þar að airki kemur hann vel heim við
þann tíma er ætla má að eigi við Hellie-
menn og Hólmsmenn, áttunda og níunda
tug 10. aldar.
Eftir þetta verður nokkuð hljótt um
Ilellismenn; en á meðan hlaða þeir utaná
sig farandsögnum, orðstefjum og hugsmíð-
um sem hæfa þykja slíkum kempum. Ég
veit ekki til að eftir þetta finnist þeirra
getið fyrr en stuttlega í bréfi Þorkels Ann-
grímssonar Vídalín til Óla Borch í Kaup-
mannahöfn 1675; næst í viðbætí við upp-
skrift Jóns Grunnvíkíngs á Víga-Styrs
Hugleiðingar
sögu og Heiðarvíga 1730 og einnig í rit-
gerð hans um fornmannahauga, frá sjötta
tug aldarinnar; síðan í ritgerð „Um heið-
ar og vegu nokkra á íslandi" frá því um
miðja 18. öld; í ferðabók Eggerts og
Bjama um líkt leyti; og hjá Sveini Páls-
syni lækni 1792. Kríngum 1830 sýður Gísli
Konráðsson saman „fomsögu" sem hann
byggir á Hellismönnum Landnámu og
samtíðarmönnum þeirra í héraði, auk ör-
nefna, sögusagna og líkindarerkníngs eða
ágizkana sjálfs sín. OIlu þessu er það sam-
eiginlegt að hinn fomi stofn heldur sér að
miklu leyti, en það sem þar framyfir er,
nálgast sífellt söguna af Hólasveinum átján
sem loks var prentuð í Þjóðsögum Jóns
Ámasonar. Við hana eiga aftur á móti skylt
margar sagnir eldri og ýngri: í Gottskálks-
annál um þjófa í Staðaröxl nyrðra, og
fyllri í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar; eaga
skráð í Huld af Brynjúlfi Jónssyni eftir
sögn 1861 um þjófa ofanvið Grindavfk;
um úrilegumenn í Heingli, skráð af Þórði
á Tannastöðum; sagan Ólöf bóndadóttir í
safni Jóns Ámasonar; sagan af Snæfells-
þjófum í safni Sigfúsar Sigfússonar. 011-
um þessum sögum svipar til sögunnar af
átján Hólasveinum og hverri til annarrar:
útilegumenn ræna búfé og 'konum, byggð-
armaður svíkur þá, vopn þeirra em borin
burt eða klæðum snúið. Nálega öll þessi
atriði koma fyrir í hinni elztu þeirra, sög-
unni um þjófana í Staðaröxl, og hefur hún
eða sérkenni hennar rannið saman við
hina borgfÍTzku byggðarsögn um Hellis-
menn þegar stundir liðu fram. Ýms helztu
atriði Hólapiltasögunnar era þegar komin
til skjalanna hjá Jóni Grunnvíkíngi: smala-
maður frá Kalmanstúngu; Eiríkur og vís-
an Hjautað mitt er hlaðið kurt; Vopnalág
og fleiri ömefni; vopnleysi þjófanna gegn
ofurefli; og verður seint víst hversu leingi
þetta hefur fylgzt að. Orðstefið „Verðu þig
VöIustaikkuT*1 teingir Jón Grannvíkíngur
73