Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 68
M. 1. Steblin-Kamenskij
Er nokkurt v it að ganga aftur?
Svo rætist hver draumur,
sem haim er ráSinrt.
íslenzkur málsháttur.
Efni þessa kafla er nokkuð óvenjulegt fyrir rit, sem gerir grein fyrir niður-
stöðum vísindalegra athugana. Svo er mál með vexti, að hann er saminn upp
úr viðræðum við draug, sem birtist i herbergi einu á Hótel Sögu í Reykjavík
nótt nokkra í apríl.
Nóttina, sem viðtalið við drauginn átti sér stað, kom 'höfundur þessarar
bókar heim á hóteiið úr heimsókn á íslenzkt heimili, þar sem viðstaddir
sögðu frá draugum þeim, sem þeir höfðu séð með eigin augum, eins og
tíðkast á íslandi. Til að láta ekki sitt eftir liggja sagði höfundur einnig
draugasögu. En þar sem honum hafði aldrei auðnazt að hitta annars heims
verur, kom hann sjálfur fram í sögunni sem afturganga. Hann átti að hafa
sálazt í Leníngrad og komið vofa til Reykjavíkur.
Hlýddu menn á söguna í fullri alvöru,sem íslendinga er háttur. Þvívarþað,
að þegar höfundur kom aftur upp á Sögu, var hann öldungis óviss um það,
hvort hann væri lífs eða liðinn. Hann hélt til herbergis síns á 6. hæð, opnaði
fyrir veðurfregnirnar og tók sér síðan stöðu við gluggann, sem náði yfir allan
útvegg herbergisins. Þaðan gat að líta horgina, hafið og sólarlag á vestur-
himni. Sagt er, að í Reykjavík séu fegurst sólarlög á jörðu hér. Ugglaust er
það rétt hermt. En sólarlagið í Reykjavik er ekki einungis undrafagurt. Þegar
maður dáist að því, kemur sú spuming fram í hugann, 'hvort þetta séu ekki
gemingar.
Allt í einu fannst höfundi einhver standa fyrir aftan sig. Hann sneri sér frá
glugganum og sá þá í hinum enda herbergisins undarlega veru, föla og dap-
ureyga, með grátt skegg og íklædda síðum og gúlpandi fötum. Gesturinn
rauf fyrstur þögnina. Því miður er ekki til segulbandsupptaka af því, sem
hann sagði þessa nótt. Fyrst var erfitt að skilja orð hans, en augljóst var, að
hann mælti á íslenzku. En ekki var framburður hans eins og málsögufræðing-
58