Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 39
Aðdragandi jrönsku byltingarinnar 1789 margir erlendir menn settust þar að og ráku bankastarfsemi og tengdust mjög náið fjármálum franska ríkisins. Þeir urðu lánardrottnar stjórnarinnar og áttu að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta í þeim efnum þegar síga tók á ógæfuhlið stuttu fyrir kvaðningu stéttaþingsins. Um sama leyti voru fyrstu hlutafélögin stofnuð á Frákklandi og kauphallarstarfsemin stóð í miklum blóma. Á örfáum árum rís upp fjölmenn stétt skuldabréfaeigenda, rentu- manna, rentiers, sem flestir voru búsettir í Parísarborg og áttu allt sitt undir fjárhag ríkisins. Þáttur þessara manna var mikill um það bil er fjárhags- kreppan dundi yfir í upphafi stéttaþingsins. I kaupskap var gróðinn mestur í þeirri verzlun, er notaði sjóleiðir, einnig þegar um var að ræða flutninga milli héraða á Frakklandi. Vöruflutningar á vegum með farartækjum þeirra tíma voru bæði dýrir og erfiðir. Nýlendu- verzlun Frakklands var mikil, árið 1789 voru fluttar inn vörur frá nýlend- unum fyrir 250 milljónir franka og var vöruskiptaj öfnuður ríkisins hag- stæður. Ríka stórkaupmenn og skipaeigendur var helzt að finna í borgum eins og Nantes, Bordeaux og Marseille og samtímaheimildir bera þær sam- an við ekki minni verzlunarborg en Liverpool var þá á Englandi. Iðnaður Frakklands var ekki að sama skapi umsvifamikill og verzlunin eða fésýslan. Verziunarauðmagnið tók handiðju sveitanna í þjónustu sína, milljónir bænda unnu í brauði þess, en þó mátti sjá fyrstu sprota stórvirkrar verksmiðjuiðju í borgum eins og Reims og Sedan. En enn var stóriðja á bemskuskeiði, hin gömlu iðnaðargildi voru í fullu fjöri, þótt hagfræðingar hinnar imgu borgarastéttar reyndu að bregða fyrir þau fæti og boðuðu fullt og óskorað atvinnufrelsi og frjálsa samkeppni. Það var úr hópi iðnsveina og meistara, að byltingunni bárust síðar hinir týhraustu liðsmenn lýðveld- isins. Innan hinnar svokölluðu þriðju stéttar voru borgarar Frakklands hlutfalls- lega fámennur minnihluti þótt hún skipaði mikinn sess á stéttaþinginu. í henni voru bændurnir að sjálfsögðu fj ölmennastir, yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, þrír fjórðu hlutar að minnsta kosti. Þá var ekki að finna í skrúðgöngu stéttanna í Versölum er gengið var til messu, og þá var ekki að finna í þingsalnum. Og þó var franski bóndinn þar nærstaddur með sama hætti og böðullinn stóð að hurðarbaki í leikriti Schillers — der Henker steht hinter der Tiir! Bændamálið, jarðeignamálið, grúfði yfir þingsal stéttanna eins og þrumuský og það var ekki liðið langt á hið mikla drama byltingar- innar, er franski bóndinn gekk fram á sviðið óboðinn gestur. Um það bil er franska byltingin hófst voru langflestir franskir bændur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.