Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningat heimsköpunarskáldskap að evo miklu leyti sem þetta er hægt. Þannig er hlutverk Völuspár einstætt og aungvanveginn smátt. Mörgum hefur reynst erfitt að ímynda sér að svo „lært“ kvæði sem Völu- spá sé til orðið án kimnáttu höfundar í bóklegum lærdómi. Meðal íslendínga hafa ágætir könnuðir bókmentasögu einsog Björn Magnússon Ólsen fyrir tæpum hundrað árum og Sigurður Nordal snemma á þessari öld hneigst að því að kvæðið sé ort rétt innanvið árið 1000, þeas. eitthvað 120 árum áður en farið er að rita bækur á íslandi samkvæmt opinberri bókmentasögu. B.M.Ó. leiddi meðal annars hugann að dómsdegi Völuspár. Hann benti á að staðurinn þar sem „dyggvar dróttir“ skulu „yndis njóta um aldur daga“ geti naumast verið annar en paradís; dyggvar dróttir „hinir réttlátu í para- dís“. Sigurður Nordal bar fram hálfútskúfaðan vísuhelmíng, því miður dálítið vandræðalegan, sem þó alt eins gæti verið upprunalegur, þar sem segir um ragnarök: „þá kemur hinn ríki / að regindómi / öflugur ofan / sá er öllu ræður.“ Hvorugur gefur þó vísbendíngu um eftirhermu úr latínuritum meginlands- ins né beina notkun kristinnar orðafræði sem leiða kynni til nákvæmari árfærslu kvæðisins. Fróðlegt hefði verið að heyra álit svo viturra mál- fræðínga á þó ekki væri nema ögn grunsamlegum smáatriðum sem eftilvill kynnu að lúka ýmsu upp væm þau krafin sagna. Hvernig er hugsanlegt að „málfræðilegt“ orð Völuspár einsog „undursamlegur“ geti 1) hafa orðið til í norrænu áður en ritað mál, bóklegur lærdómur og grammatík, er komið á gáng, þeas. norrænir menn farnir að lesa latínu, 2) hvaða hugmynd felst að baki þessu orði í Völuspá og hvernig er hægt að nota slíka glósu úr dýrlíngabókmentum um skáktöflur, jafnvel þó þær séu úr gulli, 3) getur „undursamlegur“, orð svo fjarlægt orðfæri norrænna rúnaristna, verið ann- að en þýðíng á latnesku orði, td. mirabilis? Nú er haft fyrir satt að með germönskum þjóðflokkum hafi ekki hús verið ætluð sérstaldega til þínghalds og blóta í líkíngu við kirkjur og ráðhús í siðmentaðri þjóðskipulögum; nægir að vísa til doktorsritgerðar Olaf Olsens um þetta efni, Hprg, hov og kirke, Khöfn 1966. Norrænir menn þínguðu á víðavángi og sátu blótveislur að húsum héraðshöfðíngj a sinna. Óhugsandi á heiðnum tíma að nefna „hátimbruð hof“ einsog í Völuspá, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu að skáldið hafði aldrei séð slíkt. Hugmyndir um há- timbruð hof eru leiddar af falskri sagnfræði sem mynduð er á íslandi nokkr- um kynslóðum síðar en kristni kom í landið; sú sagnfræði gerir ráð fyrir, einsog fyr segir, að hér hafi verið „ásatrúarkirkja“ skipulögð einsog þjóð- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.