Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
ferlum við þjóðfélagið, allt frá upphafi
fram á þessar síðustu stundir. Hann befur
ástundað þessi málaferli af þrákelkni og
ástriðu íslenzks landaþrætubónda, 6em
linnir ekki látum fyrr en réttlætið hefur
skorið úr um eignarhald á hundaþúfu,
sem veit ekki hvorumegin jarðamarka hún
liggur. Raun'ar þarf varla að geta þess, að
Halldór Laxness hefur sjaldan lotið að
öðru en stórmálum á dómþingum sínum.
Og þótt Ibsen gamli hafi einhvemtíma,
dauðþreyttur á löndum sínum, logið því
að þeim:
at digte, det er at holde
dommedag over sig selv,
þá vita allir, að hinn mikli Norðmaður
lá ekki í málaferlum við sjálfan sig, held-
ur við þjóðfélagið.
En enn er þjóSin eftir. Skyldum við geta
haft hendur í hári hennar, eða smýgur hún
úr greipum okkar eins og útfrymi úr miðh?
Ég held áfram að blaða í Gerplu og sting
við fótum á bls. 202—203, og les:
„En það er af Aðalráði konúngi að segja,
þá er hann spyr þau tíðendi að víkínga-
herinn stefnir á Lundúnir, tekur hann upp-
sölur meiri en menn vissi dæmi tíl, og
legst fyrir í einu afskektu húsi. Nú verða
ýmist drepnir liðsmenn Aðalráðs eða tekn-
ir höndum, utan þeir sem flýa á land upp
og fá leynst í skógum eða bóndahúsum.
lfalda víkíngar áfram sinni för og leggja
skipum sínum þraungt á fljótiniu undir
Lundúnabryggjur um kvöldið, og búast til
atlögu að ráðast yfir borgarmúrana þá er
birtí. Þar var eingi her fyrir í borginui,
og eigi utan sjálfur staðarmúgurinn til
vamar. Og þá er staðarfólk í Lundúnum
verður við vart að her óvígur drífur að
horginni, þá búast menn til að verja hver
sitt hús og sinn vamað, hver og einn með
því vopni, amboði eða tóli sem honum var
nærhendis. Var þar fátt tíl, slíkra vopna
sem þykir mega við hlíta í hemaði, enda
fáir menn vígir í borginni; vóm þar flestír
vopnfærir mexm í starfi á ökrum lávaiða
sinna, eða í her Aðalráðs, eða höfðu gerst
leigumenn annama konúnga, eða vóiu úti
á kaupskipum; en þeir menn er í voru
borginni, þá vóm mestmegnis öldungax og
böm eða úngmenni, svo og fjöldi kvenna
og örkumlamanna; þar vóm og margir lík-
þráir menn í býnum og þurfamenn, og svo
stýfðir saurlifnaðarmenn og hamlaðir þjóf-
ar. Og þá er blásið hafði verið tíl atlögu,
og þustu víkíngar með ópum á bryggjura-
ar og höfðu uppi vopn sín, og reisa stiga
við borgarmúrana, þá mæta þeix fólki
þessu, otar þar hver og einn sinum tota:
þar börðust sumir með sóflum, aðrir með
skörúngum, nokkrir með rekum ellegar
lieyforkum, margir með kylfum og sleggj-
um, gamalmenni og ölmusumenn, svo og
meiddrr þjófar, börðust þar með hækjum
sínium, böra með barnagullum; þar var og
hörð grjóthríð gör af hálfu staðarfólksins
á hendur vikíngum, þar flugu á víkíngana
virðulegar staðarhúsfreyjur og konur fá-
taakar, sumar þúngaðar, aðrar með reifa-
börn sér á baki; og þar stóðu hver við
hlið annarri óspjallaðar meyar og vondar
pútur, og heltu yíir þá sjóðandi keytu, en
aðrir menn stöktu á þá vellandi tjöru eða
dældu á þá vatni úr ánni; þar var kastað
logbröndum útá flotann og kómu upp eldar
víðsvegar og læstu sig skip úr skipi; leið
eigi á laungu áður flotínn stóð í björtu
báli, sökk þar fjöldi skipa fyrir víkíngum.
Þá tókst og staðarmúginum að brjóta nið-
ur lausar bryggjur allar, og stiga þá er
víkíngar ætluðu sér að hafa til uppgaungu
í borgina. En sérhver víkingur sem náði
að komast yfir múrinn, þá var hHrm um-
kríngdur og þraungdur af múginum og
lostinn maigskyns ógöfuglegum bareflum,
eða lagður tálguknifum og borðknifum,
þélum og ölum, nálum og prjónum og
skærum, ellegar bitinn tíl bana af borgar-