Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 27
Nokkrir hnýsilegir statSir í fornkvœðum
kirkja eða kaþólska um þvert og endilángt landið með tilheyrilegum guða-
húsum úr timbri. Orðið hoj heíur í germönskum málum upprunamerkíngu
sem ekki táknar „musteri“. Hof merkir til forna (af)girt svæði, „garð“. í
Þýskalandi er það enn algeingast orð um sveitabæi; líka um dómhús; á
lágþýsku 'haft um lón eða hóp (hoff). í eddu virðist orðið stundum merkja
vé. Afturámóti er ekki ólíklegt að á íslensku hafi orð þetta snemma verið
brúkað sem þýðíng á templum eða atrium sem eru saltaraorð.
Meðal ófárra orða og orðasambanda í Völuspá, sem bágt er að segja
hvernig á stendur nema þar liggi kristilegur fiskur undir steini, er orðið
„hórdómur“. í slíku orði er hugtak falið sem heiðnmn manni mundi hafa
þótt óímunnberanlegt. Hórdómur er úr tíu boðorðum guðs, gyðínglegt hug-
tak úr biflíunni, til okkar komið með kristninni sem partur af guðfræðilegri
siðaspeki. Utan Völuspár fyrirfinst orð þetta einúngis í fomum þýðíngum
dýrlíngasagna. Sjálft orðið er ómeinguð enska. Eftir svona orði að dæma,
og öðrum þvílíkum, getur Völuspá varla verið ort áður en farið var að þýða
kirkjuleg rit á íslensku og til orðin orðafræði um kristileg hugtök í málinu.
Ég vil ekki láta hjá líða, þegar hér er komið sögu, að minna á að þó „opin-
ber“ ritöld á íslandi sé ekki talin hefjast fyren Ari skrifar, í kríngum 1120,
má ekki gleyma því að Ari er fæddur 1068 og byrjaði sjö vetra gamall að
læra iatínu hjá Teiti; vonandi einnig að draga til stafs. Hvenær lærði Teitur
að lesa og skrifa? Eitt er víst, ísleifur bróðir hans er áreiðanlega farinn
að lesa Isidor úr Seviliu hjá abbadissu í Herfurðu (eða var það í Reichenau?)
25 árum áðuren Ari fæddist.
Af tilviljun fór ég að hugleiða Vínland í vor leið. Þá bar fyrir mig sér-
kenniiegt orðasamband „ósánir akrar“ í fomum verkum svo óskyldum sem
Hamborgarhistoríu (þe. Gesta Adams úr Brimum) Grænlendíngasögu og
Völuspá. Hálf virtist örðugt að ímynda sér að völvan hefði lesið Hamborgar-
historíu sem skrifuð er kríngum 1075, hvað sem líður Grænlendíngasögu.
Nú var ekki hlutverk Vínlandspúnkta að fara útí málsögu meiren hófi gegndi
og ég geymdi mér í bili frekari heilabrot um það hvenær hvaðan og hvernig
glósan um ósána akra hefði flust til íslands. Bráðabirgðaniðurstaða mín í
Vínlandspúnktum var sú um þetta atriði, að heimildarmaður Adams úr
Brimum, í texta hans sagður danskur, og höfundur Völuspár hefðu báðir
glósuna úr einhverjum þriðja stað, og þá frá latínuhöfundi.
Lönd sem höfðu sjálfvaxinn vínvið og ósána akra og lágu einhversstaðar
útí hafsauga voru semsé eingin nýbóla í heiminum til foma.
Hugmyndin um hamíngjusamar eyar var komin alla leið úr grikkjum,
2tmm 17