Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 89
En Svava velur sér erfiðara form og áhrifa- roeira, svo að úr megi verða stórbrotdð skáldverk. — En það hefur alls ekki teik- izt. Og það er fyrir þá sök, að höfundinum tekst ekki að skapa það mannlíf, sem ber táknið uppi. Persónur sögunnar eru líf- vana gervitákn. Aður en ég las Leigjandann, hafði ég heyrt það utan að mér, að þetta vaeii mik- ils háttar skáldverk, og fengið pata af því, að inntak þess væri hin erlenda innrás í þjóðlíf okkar. Það þóttu mér vissulega góðar fréttir. Og fyrstu setningar verksins gáfu fyrirheit: „Maður er svo öryggislaus, þegar maður leigir. — Þetta er hún vön að segja, þegar hún gerir grein fyrir hag sínum og Péturs, þegar velviljað fólk spurði hana hvað liði húsbyggingu þeina og hvenær þau hefðu í hyggju að flytja. Hún svaraði því til að þetta gengi, en það gengi hægt, það væri í svo mörg hom að líta, en vonandi gastu þau flutt inn með haustinu". — Þarna mætir maður þó sann- arlega henni Svövu, sem maður kynntist í Veizlu undir grjótvegg. Maður er þegar kominn á gamalkunnar slóðir, innan veggje heimilisinis hjá henni Svövu, þar sem hún á að kunna skil á hverjum hlut, orðinn þátttakandi í áhyggjum og öiyggisleysi daglegs lífsstríðs hins vinnandi manns. En ég baðaði mig ekki lengi í Ijóma fyrirheitisins. Brátt risu boðar þess, að hér vœri eitthvað meira en lítið að. Þessi kona, sem kemur svo látlaust og ánægjulega fyrir sjónir í fyrstu setningum bókarinnar og maður hlakkar til að kynnast, er þegar til kemur ekki kona af holdi og blóði, heldur tá:kn einhvers ópersónulegs massa og ekkert annað. Sama máli gegnir um aðrar þær persónur, sem koma við sögu og eru aðeins tveir karlmenn. Maður kemst ekki í neitt samband við þær. Það er ekki hægt að taka þátt í erfiðleikum þeirra, sögupersónurnar sjálfar taka ekki einu Með táknum og stórmerkjum sinnd þátt í þeim. Það eru hvergi átök, sem valda spennu og vekja eftirvæntingu. Það leynir sér ekki, að ætlunin er að sigia hátt og ekíki alfaraleiðir, enda hefur bókmenntagagnrýni á íslandi hvatt mjög til þvílíkra dáða að undanförnu. Allt 6kal tjáð með táknum og stórmerkjum. Þar er tdl mikils að vinna, ef vel tekst, en jafn- framt opnuð leið til hvers konar afkáru og fjarstæðna, ef út af ber. Þessi bók geymir gnægðir af þvf tagi, og hef jast þær þegar á annarri siðu. — Bráðókunnugur maður stendur í forstofunni, kimkar kolli til húsfreyju, leggur ferðatöskuna á gólfið, klæðir sig úr úlpunni og hengir hana inn í klæðaskáp, víkur sér síðan að húsfreyju og tilkynnir henni formálalaust, að hann frábiðji sér einkaherbergi og hverja aðra viðhöfn. Húsfreyjunni, sem er ein heima, verður það nærtækast að finna til sam- vizkubits út af því, að hún sýni ekki næga háttvísi, og þegar komumaður tekur að vaða um íbúðina, lemja veggi, opna hurð- ir, skyggnast um í stofum, eldhúsi og svefn- herbergi, þá labbar hún á eftir honum og hefur af því mestar áhyggjur, að morgun- tiltekt var ekki lokið. Og þegar þessi bráð- ókunnugi maður ræðst á sófann í stofunmi og dregur hann í átt til forstofu, þá fer hún að hjálpa honum við flutninginn. — Svo þegar Pétur kemur heim, þá snýr hann sér rólega og asalaust að Leigjand- anum, eins og ekkert væri eðlilegra en að ókunnur maður liggi í íorstofunni á sófa, sem hjónin á heimilinu höfðu komið fyrir í stofunni. Svo gerist ekkd neitt. Leigjandinn liggur í sinnd forstofu á daginn, húsbóndinn er úti við vinnu sína, sem lesandinn fær reyndar aldrei að vita hver er. Auðvitað urðu nokktir óþægindi af komu Leigjand- ans. Það var erfiðara að hagræða sér þægi- lega í stofunni á kvöldin, þegar sófinn var farinn, en þá fundu hjónin upp á því snjall- 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.