Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 89
En Svava velur sér erfiðara form og áhrifa-
roeira, svo að úr megi verða stórbrotdð
skáldverk. — En það hefur alls ekki teik-
izt. Og það er fyrir þá sök, að höfundinum
tekst ekki að skapa það mannlíf, sem ber
táknið uppi. Persónur sögunnar eru líf-
vana gervitákn.
Aður en ég las Leigjandann, hafði ég
heyrt það utan að mér, að þetta vaeii mik-
ils háttar skáldverk, og fengið pata af því,
að inntak þess væri hin erlenda innrás í
þjóðlíf okkar. Það þóttu mér vissulega
góðar fréttir. Og fyrstu setningar verksins
gáfu fyrirheit: „Maður er svo öryggislaus,
þegar maður leigir. — Þetta er hún vön
að segja, þegar hún gerir grein fyrir hag
sínum og Péturs, þegar velviljað fólk
spurði hana hvað liði húsbyggingu þeina
og hvenær þau hefðu í hyggju að flytja.
Hún svaraði því til að þetta gengi, en það
gengi hægt, það væri í svo mörg hom að
líta, en vonandi gastu þau flutt inn með
haustinu". — Þarna mætir maður þó sann-
arlega henni Svövu, sem maður kynntist
í Veizlu undir grjótvegg. Maður er þegar
kominn á gamalkunnar slóðir, innan veggje
heimilisinis hjá henni Svövu, þar sem hún
á að kunna skil á hverjum hlut, orðinn
þátttakandi í áhyggjum og öiyggisleysi
daglegs lífsstríðs hins vinnandi manns.
En ég baðaði mig ekki lengi í Ijóma
fyrirheitisins. Brátt risu boðar þess, að hér
vœri eitthvað meira en lítið að. Þessi kona,
sem kemur svo látlaust og ánægjulega fyrir
sjónir í fyrstu setningum bókarinnar og
maður hlakkar til að kynnast, er þegar
til kemur ekki kona af holdi og blóði,
heldur tá:kn einhvers ópersónulegs massa
og ekkert annað. Sama máli gegnir um
aðrar þær persónur, sem koma við sögu
og eru aðeins tveir karlmenn. Maður kemst
ekki í neitt samband við þær. Það er ekki
hægt að taka þátt í erfiðleikum þeirra,
sögupersónurnar sjálfar taka ekki einu
Með táknum og stórmerkjum
sinnd þátt í þeim. Það eru hvergi átök,
sem valda spennu og vekja eftirvæntingu.
Það leynir sér ekki, að ætlunin er að
sigia hátt og ekíki alfaraleiðir, enda hefur
bókmenntagagnrýni á íslandi hvatt mjög
til þvílíkra dáða að undanförnu. Allt 6kal
tjáð með táknum og stórmerkjum. Þar er
tdl mikils að vinna, ef vel tekst, en jafn-
framt opnuð leið til hvers konar afkáru
og fjarstæðna, ef út af ber. Þessi bók
geymir gnægðir af þvf tagi, og hef jast þær
þegar á annarri siðu. — Bráðókunnugur
maður stendur í forstofunni, kimkar kolli
til húsfreyju, leggur ferðatöskuna á gólfið,
klæðir sig úr úlpunni og hengir hana inn
í klæðaskáp, víkur sér síðan að húsfreyju
og tilkynnir henni formálalaust, að hann
frábiðji sér einkaherbergi og hverja aðra
viðhöfn. Húsfreyjunni, sem er ein heima,
verður það nærtækast að finna til sam-
vizkubits út af því, að hún sýni ekki næga
háttvísi, og þegar komumaður tekur að
vaða um íbúðina, lemja veggi, opna hurð-
ir, skyggnast um í stofum, eldhúsi og svefn-
herbergi, þá labbar hún á eftir honum og
hefur af því mestar áhyggjur, að morgun-
tiltekt var ekki lokið. Og þegar þessi bráð-
ókunnugi maður ræðst á sófann í stofunmi
og dregur hann í átt til forstofu, þá fer
hún að hjálpa honum við flutninginn. —
Svo þegar Pétur kemur heim, þá snýr
hann sér rólega og asalaust að Leigjand-
anum, eins og ekkert væri eðlilegra en að
ókunnur maður liggi í íorstofunni á sófa,
sem hjónin á heimilinu höfðu komið fyrir
í stofunni.
Svo gerist ekkd neitt. Leigjandinn liggur
í sinnd forstofu á daginn, húsbóndinn er
úti við vinnu sína, sem lesandinn fær
reyndar aldrei að vita hver er. Auðvitað
urðu nokktir óþægindi af komu Leigjand-
ans. Það var erfiðara að hagræða sér þægi-
lega í stofunni á kvöldin, þegar sófinn var
farinn, en þá fundu hjónin upp á því snjall-
79