Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
íslendíngar, þó ekki Ari, hafa alið á síðan þeir uppgötvuðu skriftina sem
auglýsíngatæki.
Ég varð dálítið undrandi þegar ég sá að svo giöggur sagnfræðíngur mið-
aldahagfræðinnar sem Robert Latouche hefur í riti sínu Les Origines de
I’Economie Occidentale látið ánetjast af þessari norrænu þj óðrembusagn-
fræði — þvert ofaní allar staðreyndir sem hann var fyr í texta sínum
búinn að draga fram og rökstyðja um efnahagsþróun í Evrópu miðalda. Á
9undu öld fyrirfanst varla gull né silfur í Evrópu; peníngar ékki til sem
heitið gat, nerna einhver húngurlús í eigu konúnga; enda hefðu peníngar
verið gagnslítil eign á íslandi á landnámstíð. Á Norðurlöndum hafa í þann
tíð ekki verið til aðrar eignir en landeignir. Hið eina kapítal sem hugsanlegt
er að einhverjir landnámsmenn hafi haft híngað út með sér eru þrælar; og
þrælar voru ekki til annars líklegir en drepa eigendur sína við fyrsta hent-
ugt tækifæri þegar komið var á land.
Hve mikið lausavísur einsog í hávamálasyrpunni 1—83 hafa geingist í
munni eftir að landnámsbændur kendu þær börnum sínum og þángað til
þær voru færðar í letur 300—350 árum síðar, er erfitt að geta sér til nema
þá helst eftir lögmálum þjóðsagnafræðinnar. Hvort þessum vísum hefur
fjölgað eða fækkað eftir að þær fluttust til íslands er líka erfitt að ætlast á
um; kanski hvorttveggja. Obbinn af fyrri þjóðtrú og sagnafróðleik, ásamt
öðru þjóðfræðaefni, kvað verða fljótlega aldauða eftir að þjóðflokkur er
horfinn hurt alfari úr landi sínu og hefur tekið sér bólfestu á nýu landi.
Að þessu hníga meðal annars niðurstöður af rannsóknum sænska þjóðsagna-
fræðíngsins, C. W. von Sydows. í Winnipeg var mér sagt að allir íslendíngar
hefðu 'hætt að trúa á huldufólk þegar þeir komu til Kanada; ég sá sjálfur að
þeir brostu áhugalaust og úti á þekju ef minst var á draug; þó héldu flestir að
faðir þeirra og afi hefðu séð draug á íslandi. „Arfsagna“hjalið sem margir
hérlendir menn vefjast í, og hver étur upp eftir öðrum ef á að skýra forna
sagnfræði á íslandi, á sér ekki stoð í þjóðsagnafræði; enda vita víst fáir
hvað þeir meina með þessum orðalepp.
Alt um uppruna þessara hókmenta er hulið nafngleymi, persónuleg fíngra-
för höfunda vandlega afmáð á sjálfumsérsamkvæman hátt aungvusíður en
í Íslendíngasögum. Stundum er manni næst að halda að nafnleysið sé
skipulagt af ásettu ráði einsog starfsemi villutrúarfélaga á miðöldum. Stund-
um freistast maður til að spyrja, er það af því þessar bókmentir voru samdar
á höfuðöld Rannsóknarréttarins? Ekki er annað líklegra en maður vakni með
moldarlúku uppí sér áðuren svona spumíngum sé svarað. Meðan hulunni
6