Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 17
Nokkrir hnýsilegir staSir í fornkvœSum
er ólyft ha'lda menn áfram að hrúga upp getgátum, hver eftir sinni skólastík
eða sérvisku. Mætti til aS mynda hugsa sér að Loddfáfnismái hafi orðið við-
skila við eitthvert miðlúngi minnisvert lesmál, kontexta í óbundnu máli, og
lent á flækíngi, kanski nokkrum áratugum áður en þau voru dregin inní
hávamálasyrpuna — og bjargað.
Það ætti að vera nokkuð fljótséð á vísu hvort hún hefur velkst leingi í
munnmælum eða ekki áðuren hún var skrifuð; vitnisburður um það er
fjöldi afbrigða sem verða af sömu vísu. Sumt er kanski orðið óskiljanlegt
þegar í sömu kynslóð og ort var, af því þeir sem fóru með vísuna höfðu
annaðhvort lært hana vitlaust í bemsku eða sjálfir afbákað hana óvilj-
andi. Dæmi af slíku eru þessar hendíngar í Hávamálum: „betra er lifðum
/ og sæl lifðum", og er þetta alt og sumt sem haft verður uppúr þessum
stað í hávamálahandritinu, en línurnar hafa aungva meiníngu; allir leshætt-
ir þessa texta, aðrir en þessi, eru reistir á getgátum. (Sjá útgáfu Jóns Helga-
sonar, Eddadigte I, önnur útgáfa, Khöfn 1955). Þessi hætta hlýtur einkum
og sérflagi að vera segin saga og normalfyrirbrigði í ólæsu samfélagi, eða
lítt læsu, þar sem ekki er þess kostur að bera sig saman við bók. Ég minnist
þess úr bernsku að mér heyrðist ein hending í heilræðum Hallgríms Péturs-
sonar hljóða svo: „Úngum er það allra best / að óttast guð sem hnerrar“
(þetta skildi ég mjög vel af því að Magnús karlinn í Melkoti hnerraði
stundum hátt). Hefði ég aldrei síðan rekist á vísu þessa á prenti, né fyrir-
hitt fólk sem kunni hana, þá mundi ég fara þannig með vísuna enn í dag.
Er ekki að öðru jöfnu líklegt að aldur vísna í fomkvæðum megi ráða
nokkuð af því hve heillegar og bóklegar þær eru? Að minstakosti hneig-
ist maður til að álykta sem svo að heflleg og skiljanleg vísa sé tiltölu-
lega nýort og hafi kanski verið skrifuð upp um leið og hún var ort, en
breingluð og óskiljanleg vísa hafi ofleingi geingist í munni almenníngs. Ef
við ættum að skoða vísu sem í senn væri auðskilin og hið hesta ort mundi ég
benda á þessa úr VöJsúngakviðu hinni fornu, „Svo bar Helgi / af hildíngum /
sem íturskapaður / askur af þymi / eða sá dýrkálfur / döggu slúnginn /
er efri fer / öllum dýrum / og hiom glóa / við himin sj álfan“. Svona kveð-
skapur er í senn akademískur og snildarlegur, að minstakosti eftir mati
sem nú er lagt á skrifaðan texta. Það er erfitt að ímynda sér að lángur tími
hafi liðið frá því þessi vísa var ort og þángaðtil hún var skrifuð; enn ótrú-
legra einsog Anne Holtsmark gerir sér í 'hugarlund, að svona „stoff“ sé al-
þýðukveðskapur úr Þýskalandi (,,sörfra“), og hafi, kanski frá því á áttundu
öld, verið að þæfast í munnmælum túngu úr túngu, úr einu ólæsu landi í ann-
7