Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 17
Nokkrir hnýsilegir staSir í fornkvœSum er ólyft ha'lda menn áfram að hrúga upp getgátum, hver eftir sinni skólastík eða sérvisku. Mætti til aS mynda hugsa sér að Loddfáfnismái hafi orðið við- skila við eitthvert miðlúngi minnisvert lesmál, kontexta í óbundnu máli, og lent á flækíngi, kanski nokkrum áratugum áður en þau voru dregin inní hávamálasyrpuna — og bjargað. Það ætti að vera nokkuð fljótséð á vísu hvort hún hefur velkst leingi í munnmælum eða ekki áðuren hún var skrifuð; vitnisburður um það er fjöldi afbrigða sem verða af sömu vísu. Sumt er kanski orðið óskiljanlegt þegar í sömu kynslóð og ort var, af því þeir sem fóru með vísuna höfðu annaðhvort lært hana vitlaust í bemsku eða sjálfir afbákað hana óvilj- andi. Dæmi af slíku eru þessar hendíngar í Hávamálum: „betra er lifðum / og sæl lifðum", og er þetta alt og sumt sem haft verður uppúr þessum stað í hávamálahandritinu, en línurnar hafa aungva meiníngu; allir leshætt- ir þessa texta, aðrir en þessi, eru reistir á getgátum. (Sjá útgáfu Jóns Helga- sonar, Eddadigte I, önnur útgáfa, Khöfn 1955). Þessi hætta hlýtur einkum og sérflagi að vera segin saga og normalfyrirbrigði í ólæsu samfélagi, eða lítt læsu, þar sem ekki er þess kostur að bera sig saman við bók. Ég minnist þess úr bernsku að mér heyrðist ein hending í heilræðum Hallgríms Péturs- sonar hljóða svo: „Úngum er það allra best / að óttast guð sem hnerrar“ (þetta skildi ég mjög vel af því að Magnús karlinn í Melkoti hnerraði stundum hátt). Hefði ég aldrei síðan rekist á vísu þessa á prenti, né fyrir- hitt fólk sem kunni hana, þá mundi ég fara þannig með vísuna enn í dag. Er ekki að öðru jöfnu líklegt að aldur vísna í fomkvæðum megi ráða nokkuð af því hve heillegar og bóklegar þær eru? Að minstakosti hneig- ist maður til að álykta sem svo að heflleg og skiljanleg vísa sé tiltölu- lega nýort og hafi kanski verið skrifuð upp um leið og hún var ort, en breingluð og óskiljanleg vísa hafi ofleingi geingist í munni almenníngs. Ef við ættum að skoða vísu sem í senn væri auðskilin og hið hesta ort mundi ég benda á þessa úr VöJsúngakviðu hinni fornu, „Svo bar Helgi / af hildíngum / sem íturskapaður / askur af þymi / eða sá dýrkálfur / döggu slúnginn / er efri fer / öllum dýrum / og hiom glóa / við himin sj álfan“. Svona kveð- skapur er í senn akademískur og snildarlegur, að minstakosti eftir mati sem nú er lagt á skrifaðan texta. Það er erfitt að ímynda sér að lángur tími hafi liðið frá því þessi vísa var ort og þángaðtil hún var skrifuð; enn ótrú- legra einsog Anne Holtsmark gerir sér í 'hugarlund, að svona „stoff“ sé al- þýðukveðskapur úr Þýskalandi (,,sörfra“), og hafi, kanski frá því á áttundu öld, verið að þæfast í munnmælum túngu úr túngu, úr einu ólæsu landi í ann- 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.