Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 71
Er nokkurt vit að ganga aftur? Samt hafði hann engan góðan sögumann hitt. Einu sögurnar, sem hann hafSi heyrt í Reykjavík, voru mjög stuttar og efni þeirra æ hið sama — draugar. Vissulega voru þess dæmi, sagði Þorleifur, að framliðnir, einkum ef þeir höfðu verið illmenni í lifanda lífi, risu úr gröf sinni, riðu húsum, drápu búpening, réðust á fólk og frömdu sitt af hverju, sem þeim hafði ekki unnizt tími til fyrir dauðann. Þorleifur mundi nokkur dæmi um þetta. „En hvort má það vera,“ spurði hann undrandi, „að nú hafi menn eigi frá merk- ari atburðum að segja?“ Auk þess voru þær sögur, sem hann hafði heyrt, 'afar illa sagöar. Þar var t. d. ekkert minnzt á ættemi þeirra, sem sagan gat um, og sumar sögupersónur ekki einu sinni nefndar með nafni. Hvað stóru smáletruðu blöðunum viðkom, þá hafði Þorleifur engan áhuga á þeim; í þeim væru greinilega silíkar lygasögur, að menn fleygðu þeim strax að lestri loknum eða gerðu sér gott af mýkt þeirra og þerrikrafti. Reyndar var Þorleifi óskilj anlegt, hví þessar sögur væru yfirleitt færðar í letur, úr því að þær voru slík ósannindi, að þær voru ekki varðveizlu verðar. Hins vegar gerði Þorleifur ráð fyrir því, að bækur okkar hefðu að geyma sögur, sem lesa mætti oftar en einu sinni. En honum hafði auðnazt að lesa aðeins eina af þeim bókum, sem 'hann hafði séð. Hann hafði valið hana vegna þess, að hún virtist hafa verið mikið lesin. Eins og allar bækur á íslandi nú- tímans var 'hún rituð smáum og fyrir Þorleif torkennilegum stöfum. í henni var fjöldi óskiljanlegra oröa, enda kostaði það hann mikið erfiði að pæla í gegnum hana. Á fyrstu síðu var sagt frá vígi svo ógeðslegu, að ógerlegt var að lesa um það án viðbjóðs, sagði Þorleifur. Slík morð áttu sér ekki stað á hans tímum. Morðið var framið að næturlagi með höggi aftan frá; vopnið var eitrað og fórnarlambið gömul og virt kona! En óhugnanlegra fannst Þor- leifi þó, að sagan greindi ekki frá hefndum fyrir þetta andstyggilega dráp, þótt hin vegna hefði verið frændmörg og nógir til hefnda, heldur aðeins frá því, að ókleift reyndist að komast að því, hver vegandinn var! Ef sögumaður vissi í raun og veru ekkert í sinn haus, hví var hann þá að segja söguna? En — hélt Þorleifur áfram — hann vissi fullgerla, hver vegandinn var, því að á öftustu síðu var sagt frá því, að vegandinn er afhjúpaður og játar glæp sinn. En alla söguna í gegn lætur sögumaður sem hann viti ékki, hver vegandinn er og læzt gruna hverja sögupersónuna af annarri (nema sjálfan vegandann!). Með því væri hann ugglaust að gera heimskingjum til hæfis; þeim geðjast það ævinlega, er aðrir gera sig að fífli; þá finnst þeim þeir sjálfir vera vitrir. Þorleifur var einnig furðulostinn yfir því, að þótt sögumaður, að eigin sögn, hafi veriö uppi „er saga þessi gerðist“ (eins og Þorleifur komst að 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.