Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Side 60
Tímarit Máls og menningar % lengi á ég ací sjóða þau svo þau verði meltanleg. í sömu andrá stígur út úr tóminu spengileg beinagrind, draugur, angist í augnatóttunum. — Hvað er sannleikur? spyr draugurinn. — Allt og þó ekkert, svarar konan og hleypur út úr draumi sínum. Hana langar að fylla þessar holu augnatóttir af blómum. — Það væri til einskis, segir draugurinn og setur upp hæðnissvip. — Hversvegna syngur svanurinn sviona illa? spyr konan, loksins er hún ekki lengur ein. — Það er búið að stytta á honum hálsinn, hann var of langur. Og vís- indin hafa sannað að svanasöngur er með öllu óþarfur. Draugurinn segir þetta mjög mildri röddu. — Hvað eru þessi vísindi? spyr hún barnalega. — Eitthvað sem er eitt í dag og annað á morgun. Tvífætlingar með heila úr mjög teygjanlegri teygju. — Fallegir og nytsamir? — Hvorugt. Ekkeit. Dyrnar að draumnum eru nú harðlokaðar. Henni þykir það slæmt. — Hvar er kj ötið, sem var utan á þér, var það hakkað eða kannski steikt við hæfilegan hita? Hún varpar spurningunni fram varfæmislega. — Allt hold er hey, svarar aðspurður án alls yfirlætis. — Mig minnir að ég hafi heyrt þetta áður------- — AHt hefur 'heyrzt áður---- Þögnin birtist í líki rándýrs og reyndi að þrengja sér að henni, reiðuhúin að hremma hana. Henni tókst að sleppa. — Hvað er þá til nokkurs? — Ekkert er til neins og þó — Henni létti. Létti ósegjanlega við þetta svar. Áræddi meira að segja að draga huliðshjúpinn frá augunum. — Það er hentugra fyrir þig að hafa hann, sagði draugurinn og hneigði sig varlega svo hálsliðimir hrykkju ekki hver frá öðrum. — Já, það er satt, sagði hún og dró hjúpinn fyrir aftur. Rándýrið steig feti nær og bjóst til að ráðast á hana. Draugurinn gekk nokkur skref aftur á bak. Tyllti sér á tábeinin og blístraði. Silfurlit harpa settist við fætur hans og lék sígaunalag, tryllt og þó tregablandið. Draugur- inn bauð konunni í dans og hún fann að hún vildi dansa. Harpan hvíslaði: Nei, ekki dansa. Nú er blár tími, heiðríkja og allar lindir tærar. — Fyrirgefið mér, sagði draugurinn — ég gleymdi að á þessum tíma 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.