Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 6
Tímarit Máls og menningar Kristín Guðmundsdóttir sitji fyrir framan mig og sé að prísa ágæti spá- mannsins, og veit ég ekki fyr til en ég er farinn að tauta fyrir munni mér: svei mér ef hún Kristín er ekki orðin vitlaus, að vera farin að boða mér mormónatrú — og það á ensku. I heiðarbrúnum fyrir ofan þar sem ég sit núna stóð einusinni bær og hét í Bríngunum; þar bjó faðir Hallbjarnar, teingdafaðir Kristínar. Þarna voru nógar mýrar og þegar ég var dreingur var ég oft sendur þángað gáng- andi með beisli undir peysunni minni að leita að hrossum sem ég var venjulega svo heppinn að finna ekki. Afmrámóti fann ég hér einusinni í nýslegnum teig únga konu sem var að raka Ijá. Hún heilsaði mér alúðlega og reyndist að huldukvenna sið vita alt um mína hagi og míns fólks og fólksins á næstu bæum og í allri sveitinni og hvað væri mart í fjósi á bæ- unum og hvað voru margar bækur í lestrarfélaginu. Ar liðu áðuren mér varð ljóst hver kona þessi hafði verið; hún var Kristín kona Hallbjarnar að halda sumarfríið sitt í Bríngunum. Hallbjörn hafði flust með foreldrum sínum að Bríngunum þegar hann var um fermíngu, en hvarf suður til prentnáms sama ár. Á bernskuárum sá ég Hallbjörn ekki nema einusinni; hann kom spássérandi úr bænum til kirkju á Lágafelli á sólbjörtum sunnudegi að vori til, um það bil sem var verið að hríngja út, og náði ekki einusinni seinni blessuninni, en tók þátt í kaffinu sem staðarhaldarahjónin buðu söfnuðinum. Hann var þá úngur maður ókvæntur í bláum fötum, á blánkuskóm, með harðan flibba og húmbúkk, stráhatt með flötum kolli, lonéttur í snúru, uppásnúið yfirskegg og hökutopp. Hann hefur hlotið að vera nýkominn frá Þýskalandi, uppá- haldslandi sínu, en þeirra prent dáði hann, og tók upp þeirra heimspeki og þeirra lýðræðisjafnaðarstefnu ásamt gervi sígildra þýskra prófessora á sinni æskutíð, og minti ævilángt á Trotskí og Liebknecht. Kristín var að sínu leyti óþreytandi fagurkeri í mentun sinni og bóklestri; samt var hún bónda sínum miklu róttækari í hugsun ef því var að skifta. Hún var meðal þeirra íslendínga sem hafa innborna þörf fyrir skáldskap og bókmentir og hallast ósjálfrátt að öllu sem heyrir fögrum listum. Töku- barnsstaða hennar hjá vandalausu fólki náði aldrei að spilla þessu náttúru- fari hennar. Hugurinn var frá upphafi við letur og ljóð og alskonar fornar hannyrðir sem voru í eðli sínu erfiðar og torlærðar listgreinir; og hún talaði um þessa hluti með orðalagi sem þeim heyrði, sérhæfðu og uppruna- legu. Hún meira að segja tilheyrði þeim leifum þjóðarinnar sem er í blóð borið að nota sígilt mál jafnvel í hversdagslegasta tali. Sú hneigð til fagur- 308
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.