Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 13
Bréf til Kristins E. Andréssonar skilnings á því sem spámennirnir höfðu sagt, þegar þú í Rauðum pennum laukst upp ritningum hinna útlendu rauðu penna. Allt fannst mér þetta svo framandi og torskilið að það minnti mig helzt á klassíska tónlist sem ég enn þann dag í dag get ekki skilið né hlustað á mér til ánægju eða afþreyingar. En auðvitað leyndi ég þessu í innstu fylgsnum sálar minnar, og ég bar mikla virðingu fyrir hinni nýju bókmenntastefnu sem átti að frelsa heiminn, því maðurinn er yfirleitt þannig af guði gerður að hann ber meiri virðingu fyrir því sem hann skilur ekki en hinu sem hann telur sig kunna nokkur skil á. En nú, þegar ég heyri þig rifja þetta upp eftir þrjátíu og sex ár, finnst mér að ég skilji þetta allt saman snöggtum bemr en 1935, hvort sem það stafar af því að ég hef vaxið eitthvað að vizku og náð síðan þá, eða að þér hafi tekizt betur að tjá þig en þegar þú kynntir okkur hina erlendu rauðu penna 1935, nema hvorttveggja sé. Því skulum við að minnsta kosti reyna að trúa. Þótt okkur finnist ef til vill nú að margt sé eða hafi verið skrítið í boð- skap Rauðra penna, verðum við að viðurkenna að þeir voru þrátt fyrir allt merkilegt þjóðfélagslegt fyrirbæri. Og þrátt fyrir allt voru tímar Rauðra penna skemmtilegir tímar. Hvað sjálfan mig snerti var ég með fremur sem áhorfandi en þátttakandi. Eg var menntunarlítill sveitamaður, en sveita- rómantík mín hafði liðið skipbrot þegar holskefla kreppunnar reið yfir, og mér skolaði upp á fjörur ykkar Rauðpennunga sem hverju öðru vogreki. Og þó að ég skildi ykkur ekki nema að takmörkuðu leyti fannst mér sem ég ætti ekki annarsstaðar skárra griðland. Eg trúði til dæmis aldrei á byltinguna. Þessvegna beið ég aldrei neitt tjón á sálu minni þegar löngu síðar kom til hins mikla uppgjörs og út- tektar Krústsjoffs á verkum og vinnubrögðum Stalíns. Má vera að þetta hafi verið borgaralegur veikleiki eða arfur frá árum sveitarómantíkurinnar. Innst inni held ég að ég hefði helzt kosið að skrifa sem óháður þjóðfélagsgagnrýnandi utan við alla isma og stefnur. En það var ekki hægt. Slíkur maður hlaut að verða utangarðs, að minnsta kosti eftir að Iðunn, hið ágæta tímarit Arna Hallgrímssonar, leið undir lok. Svo er líka annað. Eg held að kynni mín af ykkur Rauðpennungum hafi haft nokkur áhrif á stíl minn og rithátt og ekki til hins betra. Það á ekki að fara með klám í kirkju, sagði gamla fólkið. Og ykkur fannst víst að það ætti ekki að viðhafa óviðurkvæmilega spélni 315
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.