Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 16
Tímarit Máls og menningar
Þó það eigi sennilega ekki fyrir mér að liggja að rekja minningar mínar
á svipaðan hátt og þú hefur gjört, þá á ég þó margar góðar minningar frá
liðinni ævi. Og meðal hinna beztu eru kynni mín af ykkur Þóru. Hversu
marga kvöldstund hef ég ekki setið á heimili ykkar, drukkið kaffi eða etið
góðan mat og notið ykkar gestrisni og fágætu hjartahlýju.
En minnisstæðast af öllu verður mér þegar þið gistuð á Ljótunnarstöðum
í gamla bænum og sváfuð í litlu rúmi undir skarsúð og þú fluttir erindi á
skemmtun daginn eftir og þið Þóra dönsuðuð vangadans, ung og ástfangin,
á ballinu, og ég dansaði við þá sem síðar varð eiginkona mín.
Astarkveðja til Þóru, með þökk fyrir allt.
Bréf þetta er, eins og það ber með sér, skrifað í þakklætisskyni fyrir bókina Eng-
inn er eyland, sem Kristinn E. Andrésson hafði sent bréfritara um það leyti sem
bókin kom út vorið 1971. Ritstjóri Tímaritsins rakst á þetta bréf þegar hann
var að vinna að útgáfu bókmenntaritgerða Kristins í sumar, og þótti það svo
merkilegt að hann fékk leyfi Skúla Guðjónssonar og frú Þóru Vigfúsdóttur til
að láta það koma fyrir fleiri manna sjónir.
318