Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 22
Tímarit Máls og menningar
undinni menn, hvort sem það eru nú forréttinda- eða undirmálsmenn. Og
fyrirvinnufyrirkomulagið gildir meðal allra stétta þjóðfélagsins. — Þetta
nýja stríð milli kynjanna upphefst ekki í einu vetfangi. í fyrsm haga
stúlkan og pilturinn sér líkt og aðrir makar æðri dýrategunda: stofna til
heimilis full áhuga og samheldni, auðsýna hvort öðru ástúð og tillitssemi,
geta afkvæmi og búa í haginn fyrir það eftir föngum með umhyggju og
eftirvæntingu. Allt virðist þetta mjög náttúrlegt á yfirborðinu. Hafi stúlk-
an verið vel miðlungsgreind getur verið að það hvarfli snöggvast að henni,
þegar fyrsta skattaskýrslan er gerð, að hún sé ekki lengur á eigin framfæri
og að hún hafi misst einhvers, sem hún gerir sér þó varla grein fyrir hvað
er. Það er að segja, hafi hún náð þeim aldri fyrir giftingu, að vera á eigin
framfæri. En pilturinn finnur aðeins til gleði yfir því stóra hlutverki, að
bera ábyrgð á velferð annarrar manneskju. Hvorugt hugsar beinlínis: Hann
er maðurinn minn. Eg er á framfæri hans og hann á mig. Hún er konan
mín. Hún er á framfæri mínu og ég á hana.
Samt sem áður kemur þetta fram í samskiptum þeirra þegar frá líður.
Það kemur fram í því, að konan finnur að hún er ekki frjáls, hún er bundin
yfir barninu — eða börnunum — ekki aðeins á daginn heldur einnig að
nóttunni. Heimilisstörfin verða smám saman ein óslitin hringrás annríkis,
hin sama frá degi til dags, og hún finnur alltaf öðru hvoru upp eitthvað
nýtt til að auka á annríkið, án þess að vita að í rauninni gerir hún það í
leit að tilbreytni. Hún getur ekki leitað út fyrir heimilið nema sára-sjaldan.
Eigi hún heima í kaupstað fer hún í búðir til að kaupa í matinn og annað
til daglegra þarfa. Sveitakonan fer aftur á móti örsjaldan út fyrir húsdyr,
nema þá til að hengja út þvott eða ef hún tekur þátt í mjölmm. Vélarnar
hafa tekið af henni þann hlut í starfi mannsins að framleiðslu, sem hún
áður átti, og ef til vill hefir sætt hana á eðlilegri hátt við verkaskiptingu
kynjanna. En konan snýst ekki gegn hinum sameiginlega andstæðingi hjón-
anna. Hún snýst gegn fyrirvinnu sinni. Hún mænir vonaraugum til vél-
tækninnar eins og fleiri. Vélin á að létta störfin, gera manninn frjálsan.
Og fyrirvinnan herðir róðurinn eftir fremsta megni, eins og skylda og sjálfs-
virðing býður. Fyrirvinnan verður að standa í stöðu sinni og má ekki vera
síðri öðrum fyrirvinnum. En leitin að þeirri vél, sem gerir manninn frjáls-
an, ber ekki árangur. Þegar sú er fengin, sem sótzt var eftir með ærnu
striti og áhyggjum, kemur í Ijós að hún er ekki sú rétta, heldur önnur sem
einhver hamingjusöm eiginkona hefir látið sína fyrirvinnu gefa sér. Og
kapphlaup fyrirvinnunnar heldur látlaust áfram. Hvað verður svo um