Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 24
Tímarit Máls og menningar rátt hugsa börnin um þennan sívinnandi mann sem fyrirvinnu, þann sem leggur til peningana til að uppfylla nauðþurftir þeirra og fullnægja óskum þeirra. En þau snúa sér sjaldan beint til hans. Oskir sínar ræða þau fyrst og fremst við móðurina, sem annast þau og er alltaf heima og til taks þegar þeim liggur eitthvað á hjarta. Hún verður því milligöngumaður milli þeirra og fyrirvinnunnar, og kynni föðurins af börnunum eftir að þau taka að vaxa og verða ofurlítið sjálfstæðar eiginhagsmunaverur, eru því að lang-mestu leyti fengin af þessari milligöngu. Þetta milligöngustarf konunnar gengur ekki ævinlega árekstralaust, enda er þess varla von, svo ónáttúrlegt sem það er. Ekki sízt vegna þess, að fjölskyldufaðirinn verður því ókunnugri börnum sínum sem þau verða eldri. Ekki þörfum þeirra og þeim óskum, sem fullnægt verður með peningaútlátum, heldur manneskj- unum í þeim. Alveg eins og börnin kynnast sára sjaldan manneskjunni í þeim karlmanni, sem hefir getið þau og unnið fyrir þeim baki brotnu. Og öll fjölskyldan á það sammerkt, að hún flýr heimilið eftir beztu getu, í von um að finna fremur til mannleika síns í einhverjum öðrum stað. Þegar karlmanninum er orðið það Ijóst, að hann þekkir ekki þessar mannverur, sem eru börn hans, fer hann að eins og konan, þegar hún upp- götvar ófrelsi sitt í fjölskyldufélaginu: hann ræðst á maka sinn. Það hlýtur að vera hún, sem hefir spillt fyrir honum við börnin, a. m. k. ekki kennt þeim að meta hann og virða á réttan hátt. Ef til vill segir hann þetta ekki, en hann færir rök að því með sjálfum sér. Konan hefir dekrað við börnin á hans kostnað, það er ekki nóg með allt það sem hann hefir á sig lagt til að geta dekrað við hennar óskir og uppátæki, heldur hefir hún spillt börnum þeirra svo með dálæti sínu, að þeim þykir aðeins vænt um hana. Og oftast eru þau allt öðruvísi en hann hefir hugsað sér að börn yrðu eða ættu að vera. Þessi fjölskylda sem ég hefi lýst hér er ekki einsdæmi, heldur hið al- genga. Þyki einhverjum ofmælt, þá segi ég: Lítið í kringum ykkur, virðið fyrir ykkur andlegt sambýli þeirra fjölskyldna sem þið þekkið, dragið frá samheldnina um að vinna fyrir hlutum sem keyptir verða fyrir peninga og horfizt í augu við það, sem þá verður eftir af eindrægni og ástríki í þessari „smækkuðu mynd þjóðfélagsins“, eins og fjölskyldan oftlega er nefnd til að auglýsa gildi hennar fyrir samfélagið. Eg fullyrði, að nær því í hverri einustu fjölskyldu mun faðirinn reynast utangarðshluti. Reyndar veit ég að til eru einstaklingar, sem hafa til að bera það sálarþrek og ósér- plægni, að þeim tekst að yfirstíga allar þær hindranir sem lagðar eru í 326
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.