Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 32
Tímarit Mdls og menningar
„Ertu gaga, Kalli! Kalli, þarf á kló! Gaga! Ka-alli! þarf á kló!“
Hún sparkar hælum í brjóst honum.
16 Það er fyrirstaða í vasa Tomma. Hann skekkist einsog höggvinn
berklamaður: dregur vinstra boðanginn fyrir. Loks, með hnykk,
lætur vasinn undan. Tommi kippir upp hendinni: það blæðir úr
vísifingri. Hann felur fingurinn og kreistir út blóð; sýgur fingur-
inn. A borðinu: lítil öryggisnæla gyllt.
17 Málverkið „Venus snyrtir sig“ eftir Velasques. Tommi hugsar:
„ ... Snýr við mér baki... Snyrtir sig... Undirbýr .,. undirbýr
komu mína... Sá hnakki! .. Og öxlin! .. Maður skipar engli að
hypja sig! “
18 Tommi kreistir blóð úr fingrinum, upplyftur á svip. Stór svartur dropi.
Hann bregður tungu á fingurinn.
19 Hluti af málverki Velasquess: spegill og engill. Tommi hugsar:
„Maður skipar engli að hypja sig! Tekur spegil og leggst...
Hún er ein!“
20 í gættinni stíga popp-pörin ólman dans við ærandann.
TVÖ
1 Vangasvipur pípureykjandi manns (Þumbarinn) við öndverðan vegg.
A móti honum sitja félagar hans tveir þónokkuð yngri, báðir pen-
píulegir. Þeir drekka molakaffi.
Annar: „Verðbólgan er býsna lík sulli, finnst ykkur ekki? Vex og
tt
vex.
Hinn: „Því þá ekki að stinga á henni einsog sulli! “
Annar: „Með títuprjóni! Það væri rétta aðferðin ..
Hinn: „Með hvalskutli! “
Þeir hlæja oddmjóum hlátri.
2 Þumbarinn tottar pípu: „Sko: sullurinn var í heilabúi viðréttingar-
stjórnarinnar, ekki kviðarholi... Hann veldur vanka!“
Penpíumenn hlæja.
Þumbarinn: „I stað lúsar kom minkur, í stað bandorms hringormur
334