Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 42
Tímarit Máls og menningar
vasann. Treður í hann hnefa. Tautar: „Hann þyldi milljónir ..
jafnvel söluverð eyrans af Van Gogh!“
Hinumegin við vegginn: „Ubb, úhú, ohúbb!“ einsog návein.
17 Tommi lítur forvitinn á vegginn. Stautar að veggnum á sokkunum,
leggur eyra að veggfóðrinu. Hugsar: „Atli hann sé í KFUM?“
18 Hann gengur til dyra á tánum, krækir frá og paufast fram. Tunglið
á hægrafótar-hælnum er mjög stórt.
SJÖ
1 Tommi liggur á skráargatinu hjá nýja leigjandanum.
2 Krangalegur maður er að gera aflraunaæfingar: þenur fjögra strengja
gormbendil milli handanna. Hægri höndin nemur við bringspal-
irnar, sú vinstri kreppt við öxlina. Hann tekur á: „Úbb, úhú, oúbb!“
Það vinnst seint. Höfuðið kerrist aftur... Að baki kvistur; dökk
tjöld.
3 Tommi kíkir. Ósjálfrátt hermir hann eftir aflraunamanninum.
4 Eftir skuggsýnum ganginum koma alskeggjaður karlmaður og ungl-
ingsstúlka. Hún er grönn og lágvaxin; hann hár og þrekinn. Stúlk-
an rekur mjöðm í rassinn á Tomma þegar hún fer hjá. Tommi réttir
úr sér, hneigir sig: „Ó, afsakið!"
5 Litlagrönn opnar dyr, þær næstu við herbergi Tomma og hleypir al-
skeggjaða manninum inn á undan.
6 Tommi kíkir áfjáður í gegnum skáargatið: „Úbb, úhú...“
7 Málverkið „Krossfesting“ eftir Matthias Grúnewald séð í gegnum
skráargatið.
8 Tommi hörfar óttasleginn frá. Það heyrist djúpt más úr herberginu,
síðan: „Úbb, úhú...“ Tommi þumlungast nær.
9 Aflraunamaðurinn hefur þanið gorminn til hins ýtrasta. Stendur kyrr
á miðju gólfi; einsog krossmark.
344