Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 54
Tímarit Máls og menningar 8 Snyrtiborðsspeglarnir. Tommi horfir stjarfur á Medúsuandlitið: Það er andlit hans. Hann grípur undir hökuna og togar í; hann tekur um jaðra grímunnar við eyrun; reynir að klóra hana frá við hársræturnar: gríman er gróin við andlit hans. Ylfrandi einsog meiddur hundur æðir hann burt. 9 Tommi fleygir sér emjandi í sófann, þrífur skaftspegilinn af gólfinu; það hrynja glerbrot. Medúsuásjónan horfir við honum af kar- sprungnum speglinum. Nöturlegt vein. 10 Hann kastar frá sér spegli, grípur um höfuð og grúfir sig í kodd- ann. Herðar hans nötra. Við og við rekur hann upp gól... Svo róast hann. Ekkasogin hljóðna. Hann sofnar ... FIMMTÁN 1 Tomma dreymir. Veggur í sýningarsal. Málverk hanga í röð. Tommi er stássklæddur: svartur harðkúluhattur, hvítur silkitrefill, svartur frakki, hvítir hanskar, svört regnhlíf. Hann gengur innar eftir saln- um, staldrar við hjá hverri mynd. Hreyfingar hans og látæði er tiginmannlegt. (Málverkin: 1) „Tilbeiðsla hirðingjanna“ eftir George de la Tour; 2) „Krossfesting“ eftir Matthias Grúnewald; 3) „Sjálfsmynd" eftir Rembrandt; 4) „Höfuð Medúsu“ eftir Pierre Puget; 5) „Gömlu skórnir“ eftir Van Gogh; 6) „Venus snyrtir sig“ eftir Velasques.) 2 Myndin af Venus heillar Tomma. Hann styðst fram á regnhlífina og yppir hattinum eilítið í kveðjuskyni. Hann fikrast nær henni vinstra megin... Venus hrærir hönd. Tommi hörfar kurteislega, yppir hattinum og hneigir sig. Hann segir lágt: „Bon jour, madame!“ Hún lítur um öxl og brosir blíðlega til hans. 3 Venus: „Loksins...! Þú ert kominn... Ég beið þín, vakti og beið þín...“ Hún teygir til hans armana: „Hendur þínar! ... Réttu mér hendur þínar! ... Eg hef séð þær vefja bréf utan af blómi í dönsku- tíma... Eg hef séð þær tína blóðberg í te handa mér... Hendur þínar! ...“ 356
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.