Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 57
Munnhörpuleikarinn 2 Tommi situr rotinpúrulegur á sófanum. Rödd Jakobs: „Gott kvöld, ja nú eru víst komin háttumál!“ 3 Tommi klórar sér í hárinu geispandi: „Börnin eru sofnuð.“ Hann ætlar að standa upp en stígur á spegilbrot; kveinkar sér og sest. 4 Jakob skyggnir flöskuna í Ijósinu: „Ja ég meina: við erum komin heim!“ 5 Tommi skoðar beran fótinn. Það blæðir úr jarkanum. Hann kreistir út blóð með hægrafót upp á vinstrahné. 6 Jakob skrúfar við sófahornið lok af flöskunni: „Heyrðu, hvað starfar þú eiginlega?“ Hann fær sér slurk: „Enginn lifir á barnapössun!“ 7 Tommi hálfdottar. Hann kreistir blóð úr skeinunni. Lítur upp sljór: „Ha?“ Jakob: „Það þykir löðurmannlegt í Islendingasögum að passa börn.“ Tommi klæðir sig í sokk: „Já.“ 8 Jakob sest á sófaarminn: „Hver ól eiginlega upp börnin í Islendinga- sögum? Engir sálgæslumenn, engir meinatæknar, engir félagsráð- gjafar, engir fávitaskólar, engir hugsunarfræðingar, engir frjótækni- menn.“ Hann brosir og límr sposkur til Tomma: „I mínu presta- kalli er frjótæknimaðurinn Arni brundur...“ 9 Tommi rekur fót í bleiuskóinn og trampar í gólfið: bleiuendar flugs- ast út af hælnum beggja vegna. Rödd Jakobs: „Og þó urðu til menn; samanborið við þá erum við skordýr." 10 Jakob fær sér slurk og stendur upp: „Já skordýr, hvað sem rasshandar- ráðherrann okkar segir. Oll þessi afskiptasemi! ... Menn fá engan frið til að vera þeir sjálfir... Flögra um ...“ 11 Tommi hnýtir reimina á skónum. Hann riðar á brún sófans. Jakob malar: „Við hjónin hittumst rétt um blánóttina, nóg sem dugir! ... Þrisvar fjórum sinnum á ári skrepp ég heim í prestakallið að messa, jarða einn eða tvo, skíra tvö til þrjú, ferma þrjú eða fjögur! Hvaða vinna er það fyrir fullfrískan mann!“ Hann stendur yfir Tomma einsog predikari: „Eg var að farast úr predíkunarleiða; brá mér á meiraprófsnámskeið í akstri og keypti mig inn á Hreyfil... 359
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.