Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 59
Munnbörpulei karinn
Guðmundína lagar rúllu: „Atli það taki því að skipta þúsundkallin-
um!“
5 Jakob setur glösin á borðið og dregur upp troðið gíróveski.
6 „Jæja, takk fyrir,“ segir Guðmundína og réttir Tomma höndina.
Tommi silast vankaður á fætur, réttir henni hægri hönd kreppta
um plastpokaopið. Attar sig og treður poka undir jakkann; hneppir
jakkanum. Orðalaust tekur hann í hönd Guðmundínu. Þá er sem
hann ranki við sér, þreifar á vösum sínum hátt og lágt og segir
hreimlaust: „Hérna ... ég kom með húfu og staf, var það ekki?
... hanska?“
Guðmundína: „Hangir frammi.“ Hún skundar til dyra.
7 Tommi rekur fingur í sölnað blómið í hneslunni. Hann slímr það úr
hneslunni, horfir á það sviplaus og fleygir í öskubakkann.
8 „Þúsund kall,“ segir Jakob og veifar seðli. Hann rennir augum til
Guðmundínu glottandi: „En hvað um spegilinn góða?“
9 Guðmundína í gangardyrunum: „Jahá!“ Hún heldur á húfu, staf og
hönskum Tomma. „Hnakkaspegillinn minn, sem hann braut...
Sexhundruð! Þúsund mínus sex gerir fjögur.“
10 Jakob dregur fleiri seðla úr veskinu: „Þúsund plús sex gerir sextán.“
Hann fær Tomma peningana: „Eg hef mína aðferð þó ég sé lítill
predíkari. Þeim sem vinna mér tjón, viljandi eða óviljandi, greiði
ég skaðabætur. Þá fara þeir varlegar næst.“
11 Tommi stingur seðlinum hugsunarlaust í hægra buxnavasann. Jakob
segir: „Kærar þakkir,“ og tekur hlýlega í hönd hans. „Mundu mig,“
segir hann. „Eg man þig: guðfræðin svíkur engan. Guð er Guð!“
Hann reiðir upp vísifingur áminnandi.
12 Tommi stjáklar til dyra, tekur staf, húfu, hanska af frúnni. Setur upp
húfu. I dyrunum lítur hann við og segir lágt: „Góða nótt.“
Rödd Jakobs: „Blessaður!"
13 Jakob stendur gleiður handan vöggunnar, wiskýglas sitt í hvorri hendi.
Hann kallar hressilega: „Þú getur óskuvel tekið meirapróf í akstri
einsog ég, ef þér leiðist predíkunin.“
361