Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 65
Jón Bjarman Með rifinn sálarhjúp Yngri bróðir hans bar út blöð. Það var Samvinnublaðið, sem hann bar út. Hann bar í tvö hverfi, fjöruna og eyrina. Það voru aðrir, sem sáu um brekkurnar og gilin. Hann var 12 ára og hafði fengið passa um vorið hjá barnaverndarnefnd um að hann væri orðinn nógu gamall til að bera út blöð. Nú var mitt sumar og honum fannst hann vera fær í flestan sjó. Blöðin komu á kvöldin með sunnanbílnum. Hvert kvöld beið hann eftir bílnum með öðrum strákum, afgreiðslumanninum og þeim, sem áttu von á fólkinu sínu að sunnan. Þegar bíllinn kom voru þungir blaða- pakkarnir bornir inn í skúr og sprett upp með hníf og blöðin talin í sundur. Margir af lesendum Kaupmannablaðsins komu niður eftir á kvöld- in að ná í sitt blað. Hin blöðin voru borin út næsta morgun. Drengurinn fór snemma á fætur til að bera út blöðin. Karlarnir voru að fara í vinnu þegar hann kom með blöðin að efstu húsunum á eyrinni. Blaðataskan var þung og stór og skar í öxlina, einkum fyrst á morgnana. Hann varð að ganga skakkur og halla undir flatt til að ráða við hana. Karlarnir tóku varla eftir honum. Margir þeirra voru í vatnsbláum vinnujökkum, hnepptum upp í háls. Þeir héldu á kaffiflösku og bitapakka í annari hendi og vinnuvettlingum í hinni. Sumir voru syfjulegir í framan og geispuðu, aðrir voru harðir á svipinn með samanbitnar varir. Drengur- inn vissi ekki hvert þeir fóru, sumir voru líklegast í bryggjuvinnu, aðrir í grjótnáminu eða á vélunum. Margir voru einnig í vinnu hjá Kaupfélag- inu. Hvað þeir gerðu þar vissi drengurinn ekki. Þegar hann horfði út á lygnan pollinn sá hann nokkra smábáta lóna við hitt landið. Mennirnir í bátunum höfðu farið enn fyrr ofan en þeir, sem hann mætti á götunni. Hann reyndi að hugsa um hvernig þeir væru í framan, mennirnir úti á pollinum, hvort þeir væru að geispa eða bitu saman vörunum, en hann gat það ekki. Líklegast voru þeir rauðir í framan, það var það eina, sem honum datt í hug. En hann sá í huganum rauðu bússumar þeirra og bláu og gráu peysurnar, sem þeir voru í. 367
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.