Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 66
Hmarit Mdls og menningar
Mávarnir og krían ríktu yfir eyrinni fram til klukkan átta. Krían var
í eilífu listflugi yfir fjöruborðinu eða inn á milli húsanna. Hátt uppi yfir
húsunum svifu mávarnir, kæruleysislegir í hreyfingum. Stundum voru þeir
í hrókasamræðum og ráku svo upp hláturrokur á eftir. En það voru heldur
ekki margir, sem veittu þeim eftirtekt. Eftir klukkan átta heyrðist ekki
lengur í þeim. Þá byrjaði skvaldrið í húsunum, mennskir hlátrar, hurða-
skellir, öskutunnuglamur og einstaka bíll skrölti eftir gömnum. Það voru
fáir, sem tóku eftir drengnum. Hann rogaðist með töskuna á milli húsanna,
opnaði dyrnar og laumaði samanbrotnu blaðinu inn á forstofugólfið. Smnd-
um komu sloppklæddar konur fram í forstofuna, þær horfðu yfir hann
og fram hjá honum, beygðu sig eftir blaðinu, rétm úr sér, flettu blaðinu
rólega og horfðu á myndirnar og stóra letrið og gengu svo inn til sín
afmr. En drengurinn tók eftir öllu.
I einu húsanna inni í fjörunni bjó gamall maður. Honum líkaði illa
þegar blöðunum var hent inn á gólfið. Einn morguninn sat hann fyrir
drengnum þegar hann kom með blaðið. Hann bauð góðan daginn og
horfði á drenginn alvarlegur í framan. „Það á ekki að fleygja blöðunum
á gólfið,“ sagði hann. „Það á að smeygja þeim hérna á bak við hurðar-
húninn.“ Drengurinn horfði á gamla manninn. „Góðan daginn,“ hvíslaði
hann á móti, svo sagði hann ekki fleira. Þetta var grannur, lágvaxinn,
gamall maður. Hann var með þunnt, snjóhvítt, sléttgreitt hár. Yfirskeggið
var líka snjóhvítt, einnig broddarnir í vöngunum. Hann var í flókaskóm,
svörm vesti og buxum og hvítri, flibbalausri skyrm. „Gólfið er til að ganga
á því, góði minn.“ Augun voru Ijósblá og farin að fölna, en hrukkurnar
tvær milli brúnanna voru djúpar og ákveðnar.
„Bless,“ hvíslaði drengurinn og smeygði sér út um dyrnar. Hvenær á
maður að segja yður? hugsaði hann á leiðinni að næsta húsi.
Húsin voru ólík eins og fólkið. Hvert hús hafði sinn svip og sína lykt.
í sumum húsunum bjó ein fjölskylda en í flestum bjuggu tvær, þrjár eða
fleiri. Sumstaðar fór drengurinn inn bakdyramegin og læddist upp brak-
andi tréstiga, annarstaðar fór hann beint inn um framdyrnar. Honum
fannst sambýlishúsin skemmtilegust. Þar var margskonar lykt og margs-
konar málning á göngunum. Þar var alltaf fólk á ferli þegar hann kom,
dyrnar inn til fólksins voru opnar í hálfa gátt, háværar, skerandi raddir
bárust fram til hans, suð í katli, marr í kvörn og stundum kaffilykt. Ný-
brenndar kaffibaunir voru góðar að tyggja. Þær voru rammar og sterkar
og fullorðinslegar á bragðið.
368