Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Síða 69
Með rifinn sálarhjúp hann ákvað að næst þegar hann heyrði hana syngja, þá skyldi hann banka og opna inn til hennar. Og það kom að því að hún söng. Hann barði að dyrum, opnaði inn til hennar og sagði: „Góðan daginn, ég er hérna með blaðið.“ Hún stóð í sömu sporum og fyrr, horfði í spegilinn og söng. Hún sneri sér hægt að honum og brosti. Hárið var dökkt og líflítið, andlitið fölt og augun grá. Það var undarlegt blik í þeim þegar hún horfði á hann. „Komdu inn, góði minn,“ sagði hún. „Komdu inn og fáðu þér mjólkur- bland.“ „Nei, nei takk,“ stamaði hann. „Eg má það ekki. Eg á að bera út blöðin." „Þú hlýtur að mega hvíla þig,“ sagði hún. „Svona, lof mér að hjálpa þér. Taskan þín er þung.“ Hún kom til hans og tók af honum blaðatöskuna. Hún gekk yfir að skáp og tók fram hvíta könnu með bláum blómum og hellti úr henni í glas og rétti honum. Hann drakk hægt og horfði á hana. Hún hafði hneppt sloppnum núna og var í slitnum inniskóm. Hún brosti til hans og í augum hennar var þetta undarlega blik. Hann skotraði augunum niður, til að vita hvort hann sæi á henni hnén, en sloppurinn náði niður fyrir þau. Þegar hann leit upp horfði hún beint framan í hann. „Þegar við Grímur minn vorum ung og vorum á Alþýðuskólanum þá söng ég í kór.“ Hún sneri sér aftur að speglinum, lyfti upp höndunum og smddi þeim á hálsinn og byrjaði að syngja: „Sof, sof í ró, sefur fugl í mó...“ Þegar hún byrjaði að syngja, lagði drengurinn frá sér glasið, hvíslaði: „Takk,“ tók upp blaðatöskuna og læddist út. Angurvært vögguljóðið fylgdi honum á leið. Nokkrum dögum síðar þegar hann kom í Bráðræði, hitti hann Grím sjálfan við dyrnar á háaloftinu. „Góðan daginn, vinur minn,“ sagði Grímur og brosti. Hann tók við blaðinu, braut það saman og stakk því í jakka- vasann. „Hvað heitir þú, góði minn? Hún Guðrún mín hefir verið að tala um þig.“ Hann beið ekki eftir svari, heldur lagði lófann aftur fyrir hnakkann á honum og leiddi hann með sér fram á loftið. Þeir settust í efstu tröppuna í miðhússtiganum. „Við verðum að vera góðir við hana Guðrúnu mína, drengur minn. Það má ekki stríða henni.“ Drenginn lang- 371
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.