Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 75
Makbeð eða Hinn morðsýkti tvö stórhlutverk; en þriðja leikpersónan er veröldin. Það er hægara að koma fyrir sig andlitum Makbeðs og lafði Makbeðs en öðrum, því af þeim kemur meira í ljós. En á öllum andlitum er sama grettan, sprottin af sams konar ótta. Allir líkamir eru sem pyntaðir. Veröld Makbeðs er þröng, og engrar undankomu er auðið. I henni er sjálf náttúran sem martröð, lokuð og órjúfandi, gerð úr eðju og þokumyndum. Bankó: Jörðin gýs bólum einatt eíns og vatnið; ... Hvert hurfu þær? Makbeð: I loftið! allt sem virtist hold, er hjaðnað sem hjóm í vindinn! Nornirnar í Makbeð eru nokkuð af náttúru landsins; þær eru gerðar úr sama efni og veröldin. Þær ýlfra á krossgötum og æsa til morðs. Jörðin skelfur sem af hitasótt, fálki á flugi er höggvinn til bana af uglu, hestar brjótast óðir úr haldi, berjast og bítast. I veröld Makbeðs er engin skák aflögu fyrir ást, eða vináttu; ekki einu sinni fyrir girnd. Ollu heldur, lost- inn hefur líka verið eitraður með hugsun um morð. Það liggja mörg dimm göng milli Makbeðs og lafði Makbeðs. Hver mikil persóna Shakespeares hefur marga ásjónu, og leyfir túlkun á fleiri en einn veg. I þessum einstaka hjúskap, þar sem ekki eru nein börn, eða þau eru dáin, leikur lafði Makbeð karlmannshlutverk. Hún krefur Makbeð um morð til staðfestingar á karl- mennsku hans, næstum því sem ástarathöfn. I öllu tali lafði Makbeðs rekur sí og æ að sömu þráhyggjunni: Svo skal héðanaf hugsað til þinnar ástar. ... Maður varstu að þora það. (I, 7) Þessi tvö eru kynfangin hvort af öðru, og hafa þó beðið mikinn ástar-ósigur. En þetta er ekki það sem mestu varðar um túlkun harmleiksins, enda þótt það kunni að ráða úrslitum í túlkun aðalleikaranna tveggja á þessum hlut- verkum. Enginn harmleikur yrði án næmrar vitundar um veruleikann. Ríkarður þriðji veit af Vélinni Miklu. Makbeð veit af martröðinni. I þeirri veröld, þar sem morð eru sköpuð örlög, nauðung sem ekki verður um flúin, er aðeins um eitt að dreyma: um morð, sem gemr rofið vítahring morðanna, opnar leið út úr martröðinni, og táknar frelsun. Því hugsun um morð, 377
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.